Poggioargentiera Poggioraso Cabernet Franc 2018, Toskana, Ítalía.
Við ætlum að halda okkur við kröftugt vín í júlí en færa okkur yfir til Ítalíu, í hið heimsfræga Toskana hérað. Þó að Toskana sé best þekkt fyrir Chianti, Brunello og „Super Tuscan“ vínin, leynist inn á milli eitthvað aðeins öðruvísi. Þetta vín er eitt af sérstökum vínum frá þessu svæði, enda frekar sjaldgæft að sjá vín úr 100% Cabernet Franc og hvað þá 100% Cabernet Franc framleitt á Ítalíu!!