Vín mánaðarins júní 2021.

English

Mér finnst kominn tími til að hætta að flokka ódýrt lífrænt ræktað vín sem „öðruvísi“ vín. Fyrir 20 árum síðan voru flest ódýr, lífrænt ræktuð vín vissulega í mun lakari gæðum en ódýr vín sem voru framleidd á venjulegan hátt fannst mér. En gæðin í dag eru orðin það góð að það er varla hægt að finna mun á því og „venjulegu“ víni.

Það er kominn tími til að tala um gæði vínsins miðað við verðið fyrst, og svo hvort það er lífrænt eða ekki. Eitt gott dæmi um gæða vín sem vill svo til að er lífrænt er Yoga Syrah.

Yoga Syrah 2018 frá Sikiley á Ítalíu er gríðarlega opið með mikinn reyk, svört kirsuber, sultu, kaffi og negul í nefinu. Bragðið er stamt og alkohól ríkt með kaffi, lakkrís, berja sultu (svört ber), vanillu og reykjar bragði. Það er frábært jafnvægi á milli tanníns, alkohóls og ávaxta í víninu og eftirbragðið er langt og gott. Alveg frábært vín með pasta og grillmat, tilbúið að drekka núna en væri gaman að sjá hvernig þetta verður eftir 5 ár. Verðið er mjög gott (ódýrt) miðað við gæði eða aðeins 2.889 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply