Um Vínsmakkarann

Skrif

Stefán Guðjónsson hefur verið viðloðandi vín og vín umfjöllun í mörg ár. Á sínum yngri árum tók hann þátt í ýmsum vínþjónakeppnum hérlendis og meðal annars vann hann fimm sinnum og lenti í öðru sæti fimm sinnum af tíu keppnum sem hann tók þátt í.

Einnig tók hann þátt fyrir hönd Íslands í Evrópu keppni tvisvar, heimsmeistaramóti einu sinni og norðurlandamóti nokkrum sinnum. Stefán hefur skrifað um vín í nokkur tímarit, verið með sjónvarpsþátt á ÍNN sálugu, gefið út DVD um vín og var með vefsíðuna smakkarinn.is í 10 ár áður en hann fór í pásu. Stefán er lærður framreiðslumeistari og hefur lokið 172 tíma vínþjóna námskeiði í MK sem hluta af meistaranáminu. Hann er með fyrsta stig í Court of Master Sommeliers og var nýverið að ljúka þriðju gráðu af fjórum í Wine and Spirit exchange (WSET) með stefnu á að klára hæstu gráðuna á næstunni.

Hönnun

Davíð Freyr Björnsson sá um hönnun vefsíðunnar. Hann er með B.S. gráður í tölvunarfræði og hagfræði frá Háskóla Íslands og stundar nú nám í Data Science við Chalmers University of Technology í Gautaborg í Svíþjóð. Nánari upplýsingar um hann má finna með því að smella hér. Þemað Lovecraft eftir Anders Norén var notað sem grunnhönnun vefsíðunnar og það síðan sérsniðið með CSS.