Vínsmakkarinn mælir með.
Blue Nun hvítvínið var eitt allra vinsælasta hvítvín hér á árum áður, ekki bara á Íslandi heldur alls staðar úti í heimi. Þekkt fyrir að vera dísætt, lágt í alkohóli (sem gerði það ódýrt á Íslandi) og auðvelt að drekka, vínið rann ljúft niður í ansi margt ungt fólk. En nú er öldin önnur og Blue Nun varð að aðlagast eins allir aðrir.
Ein nýjung frá þeim er Blue Nun 24 k Gold freyðivín, sem verður að segjast eins og er, er algjör snilld. Flaskan er gullfalleg, og í víninu sjálfu eru gull flögur fljótandi um allt. Bragðið kemur skemmtilega á óvart, meðal sætt með góðum sítrus keim, kex og melónu bragði. Eftirbragðið er meðal langt og meðal þurrt. Þó þetta vín geri ekki kröfur á mann er það engu að síður bara fínasta freyðivín fyrir þetta verð, eða aðeins 1.965 kr.
Ef þetta er ekki brúðkaupsvínið í ár þá veit ég ekki hvað er! Að hafa gull flögur fljótandi í glasinu þínu og gestanna á meðan þú fagnar stórum degi eins og brúðkaupi getur ekki vera meira sjarmerandi held ég.