Góð hvítvín frá Sikiley.

Hér heima eru ítölsk rauðvín frekar hátt metin, jafnvel ódýrari vínin eru oftar en ekki bragðgóð og með þokkalega góð gæði. Hvítvín frá Ítalíu………ég skal vera dipló og segja að hvítvínin voru ekki alveg í sama gæðaflokki vægt til orða tekið.

Ég skal viðurkenna að þegar ég hef fengið að velja hvítvín, þá hef ég reynt að velja allt annað en ítölsk vín. Mér hreinlega fannst gæðin ekki peninganna virði. Einu vínin sem voru góð voru í dýrari kantinum. En tímarnir breytast og hugarfar víngerðarmanna líka. Áður óþekkt svæði eða svæði sem voru ekki þekkt fyrir sérstaklega mikil gæði í hvítvíni eru að vanda sig meira án þess að sprengja upp verðið. Hægt er að kaupa gott hvítvín frá Sardiníu, Veneto, Sikiley og fleiri stöðum. Hér fyrir neðan eru tvær tegundir sem ég hvet ykkur til að smakka.

Rahana Inzolia árg. 2017 frá Sikiley

Er mjög gott dæmi um hvað hvítvín frá þessum stað getur verið gott og á skynsamlegu verði. Vínið er meðal þurrt og þungt með mikið af grænum eplum og melónu, og bragð af þurrkuðum perum. Eftirbragðið er meðal langt og ávaxtaríkt. Vínið passar best með skelfisk t.d. hörpuskel eða bara eitt og sér með góðum félagsskap. Verðið er gott, 2.489 kr. Ekki vera að geyma vínið, njótið þess núna. Umboðsaðili er UVA ehf.

Rahana

Dragonara Grillo árg: 2017 frá Sikiley

Ég verð að segja að mér fannst reglulega gaman að smakka þetta vín. Það er ekki á hverjum degi sem við fáum að smakka vínþrúgu eins og Grillo. Einkennin eru sérstök og vínið er svolítið sýruríkt án þess að vera of þurrt  „súrt“ eins og sumir kalla sýruríkt vín. Það er mikið af appelsínu, mandarínu og smávegis af greipaldin í bragðinu. Eftirbragðið er meðallangt.  Þetta vín passar mjög vel með salötum og alls konar grænmetis réttum. Verðið er  2.646 kr. Umboðsaðili er UVA ehf.

Dragonara
Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply