Vín mánaðarins október 2019.

Augment Cabernet Sauvignon, Barrel Aged in Bourbon, 2016, Kalifornía, U.S.A.

Það eru alls konar tilraunir í gangi í vínheiminum í dag, bæði í léttvínum, bjór og sterku víni. Sumar tilraunir hafa heppnast en aðrar ekki.

Eitt sem hefur komið skemmtilega á óvart er hvað þyngri rauðvínsþrúgur hafa komið vel út með því að vera settar í bourbon viskí tunnur.  Eitt af uppáhalds vínunum mínum í dag er t.d. 1.000 stories Zinfandel (besta Zinfandel í sínum verðflokki á Íslandi finnst mér).  En 1.000 stories er í dýrari flokknum, eða 3.599 kr. Sem er aðeins of dýrt fyrir suma sem langar að smakka eitthvað nýtt. Má segja að Augment sé ódýrari útgafan af viskí tunnu tilraunum og þannig betri kostur fyrir þá sem vilja prófa það án þess að eyða of miklu. 

Augment er í raun framleitt með sömu hugmynd, setja bragðmikla vínþrúgu, í þessu tilfelli Cabernet Sauvignon í viskí tunnur og athuga hvað gerist.  Það sem gerist er einfalt og gott, þú færð bragðmikið vín með mikið af sólberjum, dökku súkkulaði, brómberja sultu og vanillu, með kaffi og ristað brauð í bakgrunni.

Þetta er matar vín fyrst og fremst, eitt og sér er þetta of sterkt og bragðmikið en smell passar með góðu nauti eða lambi. Vínið er tilbúið núna og þó það sé óhætt að geyma það í 1-2 ár er engin ástæða til að geyma það lengur.   Verðið er mjög gott eða aðeins 2.699 kr. Umboðsaðili er Mekka ehf.

Þessi færsla var birt í Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply