Vínsmakkarinn heldur áfram.

Fyrir þá sem vita ekki hvað er að gerast og af hverju engar greinar hafa birst á smakkarinn.is síðan um áramót, þá er málið einfalt, ég er að flytja inn vín og opnaði meðal annars vín vefverslun með vín frá mér og öðrum. Ég hef velt því fyrir mér hvort ég gæti haldið hlutleysi mínu ef ég er með mitt eigið fyrirtæki. Eftir marga mánuði af vangaveltum og mikla umhugsun og einnig álit frá öðrum er loksins komin niðurstaða.  Og sú niðurstaða er að já, ég get verið hlutlaus og miðað við allt sem er gerast og hversu margir vínumboðsaðilar eru með facebook og vefsíðu sem eru að þykjast vera hlutlausir á meðan þeir eru að selja eingöngu sitt eigin vín, þá held ég að ég verði alls ekki minna hlutlaus en 99% af vín umfjöllunum sem eru í gangi á íslenskum vefsíðum í dag.

Á www.smakkarinn.is verður vínið mitt ekki til umfjöllunar, þar verða sennilega auglýsingar um vefverslun www.okkarvin.is en ekki umfjöllun um vínið mitt. Aftur á móti er ekki ólíklegt að ég fjalli um annað vín sem er til sölu í vefversluninni, þ.e. vín sem ég er ekki að flytja inn, en finnst nógu gott, og ég hef ekki á móti að selja það vín í vefversluninni.

Meirihluti af því víni sem verður til umfjöllunar á smakkarinn.is verður vín sem ég kaupi sjálfur til að prófa. Umboðsaðilum er meira en velkomið að láta mig fá prufur og með sama skilyrði og venjulega, sem er að ég fjalla um vínið þegar mér hentar, en ekki eftir tímalínu þeirra og ég fjalla bara um vín sem mér finnst gott, en ef mér finnst það ekki gott þá fjalla ég ekki um það.

Ég vil þakka þeim sem hafa ýtt mér að skrifa áfram og hlakka til að endurreisa www.smakkarinn.is

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply