Framúrskarandi: Flor de Taverners.

English:

Það er alltaf gaman að rekast á góð spænsk vín sem koma ekki frá Rioja, vín sem sýnir okkur að í heild er Spánn frábært vínræktar land.

Flor de Taverners kemur frá Valencia og er blandað af Monastrell og Tempranillo og er gerjað í „cold maceration“ sem er ekki mjög algengt í dag. En ef það er rétt gert þá verður vínið oft ávaxtaríkara, ferskt en samt þungt að mínu mati. Í tilfelli Flor de Taverners heppnast það mjög vel.

Flor de Taverners er gríðarlega rautt og unglegt að sjá, enda 2019 árgangur og þar af leiðandi frekar ungt vín. Lyktin er mjög opin og ávaxtarík með dökkum kirsuberjum, plómu, kaffibaunum og einnig bætist kryddi við í bragðinu. Eftirbragðið er langt, þungt en mjög ferskt! Tilvalið vín með ljósu kjöti eins og kalkún eða kjúkling. Verðinu er stillt í hóf eða 4.500 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply