Vín með hátíðarmatnum 2022.

Ég hef verið svo rækilega skammaður fyrir að fjalla ekki um vín með hátíðarmatnum síðan 2020, að ég ákvað að best væri að drífa mig í þessu núna í ár!

Þegar kemur að hátíðarmat er ýmislegt í boði og margir með ákveðnar hefðir. Sumir vilja hafa hangikjöt á jóladag, aðrir vilja hamborgarhrygg, enn aðrir eru farnir að snúa sér að kalkún, og sumir eru komnir í vegan fæði alla leið.  Hér að neðan ætla ég að mæla með ákveðnum vín tegundum sem henta best (að mínu mati) með hverjum rétt.

Áður en við förum í „hefðbundna“ matinn skulum við aðeins kíkja á þann mat  sem er að verða vinsælli, til dæmis:

Forréttur:

Humar og humarsúpa:

Það hefur færst í vöxt að bjóða upp á forrétt á undan og vinsælast er án efa humar eða jafnvel humarsúpa. Margir vita að Chardonnay vínþrúgan hentar vel með humar, en það er önnur hvítvínsþrúga sem hentar einnig mjög vel, t.d. þurrt riesling frá Alsace.

Vegan matur:

Ég hef heyrt að hnetusteik sé sérstaklega vinsæl hjá vegan fólki um jólin.  En vandamálið er að finna EKTA vegan vín, því að lífræn vín eru ekki alltaf vegan.  Er til ekta vegan vín? Eitthvað sem er lífrænt og uppfyllir allar kröfur sem vegan fólk hefur? Já hlutirnir hafa svo sannarlega breyst síðan ég skrifaði um það síðast. Og þetta vín myndi smell passa með hnetusteik finnst mér.

Flor de Taverners er griðarlega rautt og unglegt að sjá, enda er 2019 árgangur og þar af leiðinni frekar ungt. Lyktin er mjög ópið og ávaxtaríkt með dökkan kirsuberja, plóma, kaffi baunir og krydd í bragði. Eftirbragði er langt, þungt en mjög ferskt! Verðið er stillt í hóf eða 4.995 kr.

 

Kalkúnn:

Fuglinn „flaug“ inn á íslenska markaðinn með látum í kringum 1994-95. Meira að segja tengdamamma mín var farin að bjóða upp á það yfir jólin!! Ég verð að viðurkenna að ég get ekki borðað þennan fugl í dag. Ég vann í mörg ár á Argentína steikhús og kalkúna jólahlaðborðið fræga gerði út af við mig varðandi þennan mat. Afgangar í staffamat í lengri tíma en ég kæri mig um að muna.  En áður en ég fékk leið á fuglinum fannst mér Pinot Noir vínþrúgan passa lang best með þessum mat. Pinot Noir er mjög fínleg þrúga og gefur yndislegt jafnvægi með fuglakjöti. Þess vegna var þessi gullmoli valinn fyrir kalkúninn í ár.

Robert Mondavi Napa Valley, Carneros Pinot Noir 2019.

Carneros er þekkt i Napa Valley fyrir að vera framúrskarandi Pinot Noir ræktunarsvæði og þetta er eitt af vínum sem sýnir af hverju. En of aftur er frönsk áhrif áberandi. Vínið er frekar lokað í lykt en það sem kemur fram er að mestu kirsuberja. Bragðið er létt og silki mjúkt með kirsuberja, villi sveppum, jarðvegi og örlítið ristaðu brauði í farabroddi. Eftirbragðið er létt, gott og langt. Vínið er tilvalið til drykkju núna en má geyma og láta þroskast í nokkrar ár í viðbot. Verðið er 6.199 kr., og vinið er flott með grísakjöt og fugla kjöt.

 

Hangikjöt og hamborgarhryggur:

Ég setti þetta tvennt saman, ekki vegna þess að þetta er eins matur, af og frá, eitt er grís og hitt er lamb!! En það er eitt sem þau eiga sameiginlegt sem gerir það að sama vínþrúgan passar með báðum, saltið!! Það er gríðarlega erfitt að para vín með söltu kjöti og kannski er það þess vegna sem að malt og appelsín hefur verið svo áberandi á jólaborðum með þessum mat. En það eru tvær vínþrúgur sem passa í raun mjög vel með báðum réttum og báðar koma frá mínu uppáhalds hvítvíns svæði Alsace. Þrúgurnar eru Gewurztraminer og Pinot Gris. Báðar þrúgurnar, þó einkenni þeirra séu ólík að mörgu leyti, eru þekktar fyrir meðal sætleika og þegar það bætist við einkenni þeirra getur það verið ómótstæðileg blanda sem smell passar með svona söltuðum mat.

Varðandi Gewurtztraminer, þá er Willm Kirchberg de Barr Clos Gænsbroennel Grand Cru 2018 stórkostlegt vín. Fjólu og blóma angan í bland við apríkósu og hunang gerir þetta vín frábært með hamborgarhrygg og það passar einnig vel með hangikjöti. Þetta er eðal Grand Cru vín, og verðið er 3.999, en það er vel þess virði.

Í víni úr Pinot gris þrúgunni myndi ég mæla með Arthur Metz Pinot Gris 2020, einfalt, þægilegt vín með mikið bragð af melónum, kryddi og banana. Eftirbragðið er meðal langt og gott. Vínið er á fínu verði  (2.699 kr.) og vel þess virði gæðalega að drekka með góðu hangikjöti.

 

 

Villibráð:

Neysla á villibráð hefur eitthvað minnkað  yfir hátíðirnar svo ég ætla bara að fjalla um hreindýr. Ef þú ert svo heppin að vera með hreindýrasteik á borðum þá dugar ekkert minna en að fá bragðmikið vín sem er flókið en ekki of þungt. Nú förum við til ítalíu og veljum ávaxtaríkt vín þaðan.

Colognole Riserva del Don 2016, Chianti Rufina er ekki skrimsli, hvorki í bragð né lykt. Enda það á ekki vera þanning. Þetta er að mínu matti ekta chianti eins og það eiga að vera. Vínið byrjar með opið og mjúkan ilm angandi af jarðaberja, rifsber, sveppir og léttan eikar tón. Bragðið er silkimjúkt með kirsuberja sulta, kirsch, örlítið smjór, ristaðu brauð og möndlur. Tannín og aváxta bragði smell passar og er í mjög góð jafnvægi.  Verðið er ágæt og sanngjörn á 4.997 kr.

 

 

Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , , , , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply