Vín mánaðarins desember 2022

English

Eigum við ekki að fara út með látum í ár og hafa síðasta vín mánaðarins í ár, dýrt og glæsilegt?

Þetta vín er glæsilegt á allan hátt, þungt, massívt, bragðmikið, drykkjarhæft núna en samt alveg hægt að geyma það í 10 ár í viðbót. Dýrt? JÁ! Peninganna virði? Já hverrar einustu krónu!

Hvaða vín varð fyrir valinu sem síðasta vín mánaðarins í ár?

Robert Mondavi Oakville Cabernet Sauvignon 2018 frá Napa Valley, Kaliforníu.

Ég fjallaði um endurreisn Mondavi vínanna fyrr á þessu ári, og þá var ég ekki einu sinni búinn að smakka þennan gullmola. Það gleður mitt litla hjarta svo mikið að sjá þetta fræga hús rísa aftur upp.

Oakville Cabernet er mjög opið í nefinu og hefur sterkan angan af eik, vanillu, espresso kaffi, brómberjum og negul. Bragðið er strax áberandi kraftmikið og þar er veisla fyrir bragðlaukana sem byrjar með blöndu af vanillu, brómberjum og ristuðum möndlum og svo í lokin má finna keim af eik, jarðhnetum, kaffi og alkóhól. Það er mjög gott jafnvægi á milli tannins og ávaxtanna. Eftirbragðið er silkimjúkt,  mjög langt og alkóhol ríkt.

Frábært vín til að drekka núna en verður stórkostlegt eftir 10 ár. Frábært með góðum kjöt réttum. Verðið er 11.999 kr.

 

Þessi færsla var birt í Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply