Fimm bestu vínin sem ég smakkaði árið 2022.

English:

Krafan sem ég geri til vínanna er einföld, er þetta peninganna virði? Mér er alveg sama hvort vínið er dýrt eða ódýrt, en ég geri kröfu um að vínið sé meira en bara þess virði að kaupa það fyrir verðið sem það er selt á. Svo kemur spurningin, hvað er þetta extra við vínin sem standa upp úr? Var það vínið með þrúgunum frá svæði sem ég átti ekki von á? Var vínið bragðmeira en ég hélt? Einnig spáði ég í geymsluþoli, drekka strax eða geyma og þá kannski til lengri tíma.  Það voru nokkur vín sem stóðu uppúr í ár vegna þess að ég átti ekki von á svona hágæða víni frá því svæði sem þau voru framleidd á. Önnur vín voru frá hefðbundnum svæðum en skáru sig meira úr en aðrir framleiðendur. En það besta við efstu fimm vínin er að þau eru öll eftirminnileg að mínu mati.

Nú skulum við byrja:

No. 5: Þetta vín er án efa með þeim bestu Reserva frá Rioja sem ég hef smakkað. Ég smakkaði það fyrst fyrir nokkrum árum og hef keypt það reglulega síðan,  en ég verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju ég hef ekki fjallað um vínið fyrr en núna í ár.

Marqués de Murrieta, Reserva 2016 frá Rioja á Spáni er mjög opið í nefinu með mikla vanillu, epsresso kaffi og örlítinn rúsínu ilm. Bragðið er strax kraftmikið og margslungið og hefur vanillu, cedrus, kókos, dökkt súkkulaði, papriku, rúsínur og keim af svörtum kirsuberjum.  Jafnvægið á milli tanníns og ávaxta er mjög gott. Eftirbragðið er mjög langt með áberandi alkóhól keim.  Vertu ekki að geyma þetta vín, þó það gæti þroskast meira með tímanum er það  svo gott núna að það er óþarfi að bíða lengur. Flott steikar vín og ég hlakka til að smakka þetta með grill mat í sumar. Verðið er meira en sanngjarnt eða aðeins 4.250 kr..

No.4: Syrah vínþrúgan, ræktuð í hitanum í Marokkó af einum besta víngerðarmanni í Rhone héraði???  Furðulegt á allan hátt, en það er með ólíkindum hversu vel það tekst.

Syrocco Syrah 2018 minnir mig á gott vín frá Rhone frekar en nýheims vín. Nefið er frekar opið með mikið af leður, plómu og sultu einkenni. Bragðið er einnig þurrt og tannínríkt með plómu, skógarberjum og pipar. Það er mjög gott jafnvægi í víninu og meðallangt eftirbragð. Vínið er gott með alls konar lambaréttum myndi ég segja. Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg viss hversu lengi má geyma vínið og hvort það mundi þroskast meira, en ég sé fyrir mér að 2-3 ár í viðbót væri fínt, en það er í góðu lagi að drekka það núna. Verðið er 4.650 kr.

No.3 Vanmetnasta svæðið fyrir hágæða vín í Evrópu? Douro í Portúgal er klárlega svæðið að mínu mati, hreint geðveikt vín á verði sem er virkilega lágt. Þetta svæði er best geymda vín leyndarmál á Íslandi í dag. Þriðja besta vínið er lýsandi dæmi um hvað ég er að tala um.

Bulas Reserva Tinto 2016 vínið er frekar kröftugt vín eins og reyndar öll rauðvínin frá Bulas (finnst mér).  Helsta vínþrúgan er Touriga Nacional, þung bragðmikil vínþrúga sem gefur bæði rauðvíni og portvíni þungu einkennin sín. Vínið er mjög opið í nefinu með sólberja, negul, vanillu og alkóhól einkenni. Bragðið er einnig mjög opið með sterkan keim af vanillu, sólberjum og negul. Einnig má finna sultu, rúsínu, kaffi og eikar bragð. Eftirbragðið er frekar þungt og tannín ríkt með langt alkóhól ríkt eftirbragð. Frábært vín núna en hægt að geyma og leyfa því að þroskast í ca. fimm ár í viðbót. Ekta grill og steikarvín. Verðið er gríðarlega gott miðað við gæði á aðeins 3.975 kr.

No.2 Ég bókstaflega hlæ að „vínsérfræðingum“ sem reyna að telja öllum trú um að eina svæðið sem býr til gott Pinot Noir er Burgúnd. Ég hvet þá til að halda áfram að tala svona. Þá geta menn sem eru með aðeins opnari huga drukkið þetta vín í friði.

Calera Mills vineyard 2016 Pinot Noir er ótruglega opið í nefinu og gefur einstaklega ljúft rifsberja, plóma, brioche brauð og eikar einkenni. Bragðið er jafn opið og hefur mikið af rifsberjum, eik, ristaður brauð, coffee og mjölku súkkulaði, með vottu af alkohol og kirsuber í bakgrunni. Eftirbragð er langt og mjög gott. þetta er ekki ódýrt vín 8.448 kr., af og frá en alveg þess virði að kaupa flaska fyrir góðan tilefni. Þó þetta er 2016 argangur og má alveg drekka núna er alveg hægt að geyma þetta vín í 5 ár í viðbot. Þó ég vill yfirleitt hafa mjög þungt vín með mínu nautakjöt get ég alveg hiklaust sé fyrir mér Calera með góðan Nuat eða lamb jafn sem villi bráð.

No.1 Besta vínið sem ég smakkaði í ár, hafði þrennt sem mér fannst stórkostlegt. Það er búið til úr vínþrúgu sem er ALLS ekki algeng á því svæði sem það kemur frá,  það má drekka það núna en það verður betra með árunum og síðast en ekki síst og það sem skiptir mestu máli, þetta er hverrar einustu krónu virði og gott betur. Eina sem mætti laga er að hafa nafn sem ég get sagt auðveldlega!! Til hamingju Poggioargentiera Poggioraso!!

Poggioargentiera Poggioraso Cabernet Franc 2018, Toskana, Ítalía.

Vínið er frekar opið og gefur sterkan keim af eik, kaffi og svörtum kirsuberjum.  Bragðið er þurrt og tannínríkt með mikið af þroskuðum svörtum kirsuberjum, vanillu, kaffi og dökku súkkulaði fyrst og fremst. Svartur pipar og alkóhól svíður mest í bragðmiklu og löngu eftirbragði. Vínið má drekka núna en ég mæli með að umhella víninu fyrst og jafnvel leyfa því að anda í ca. klukkutíma.  Þetta er ekta  vín sem passar með kjöti og myndi henta með góðu nauti eða lambasteik. Verðið er 4.989 kr..

 

 

Þessi færsla var birt í Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , , , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply