Enn einn „blast from the past“ framleiðandi sem er þekktastur fyrir að „klæða“ flöskur í sekki, er vín frá hinum vinsæla Rioja framleiðanda Siglo. Núna verður fjallað um Siglo Tempranillo 2017, vín sem er frekar ungt og ferskt með mikið af kirsuberjum og rauðum berjum í bragði og nefi. Eftirbragðið er meðal langt og þægilegt. Þetta vín passar vel með kjúkling, grísakjöti eða jafnvel laxi fyrir þá sem eru að leita að rauðvíni með fiski. Þetta er ekki vín til að geyma heldur að njóta strax. Verðið er 2.292 kr.
