Bjór mánaðarins, júlí 2019.

Fyrsti bjór mánaðarins sem ég fjalla um á nýju útgáfunni af Vínsmakkaranum kemur frá Vestmannaeyjum og ég smakkaði hann fyrst á goslokahátið.

Eldfell er svokallaður red ale sumar bjór þeirra í Brothers Brewery og verður að segja eins og er að hann er tilvalinnn til að sumbla í hitanum í sumar. Bjórinn er hæfilega beiskur án þess að vera yfirgnæfandi og leyfir suðrænum avöxtum eins og sítrus og passion fruit að njóta sín.  Eftirbragðið er frekar þurrt með keim af karamellu og smá beisk einkenni. Góður bjór með frekar hátt alkohólmagn.

Verðið er frekar hátt eða 524 kr. og það verður að segjast eins og er að bjórinn er mun betri beint úr krananum úti í Eyjum en í flösku sem fæst í Á.T.V.R.. En hvaða bjór er ekki betri þannig. Ef þú ferð til Eyja á næstunni mæli ég með að stoppa og fá eitt glas beint frá framleiðanda.

brothers eldfell
Þessi færsla var birt í Bjór mánaðarins og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply