Hvítvín og langa með með mexíkósku ívafi.

Nýlega fékk ég frábæran fiskrétt í matinn, í réttinum var langa sem eins og flestir vita er hvítur fiskur og í frekar þurrara lagi.

Með svona fiski myndi ég yfirleitt velja þurrt sýruríkt hvítvín, en eins og ég er oft að leiðbeina í vínnámskeiðunum mínum þá þarf að hafa í huga hvernig sósa og meðlæti er í boði með aðalréttinum, það skiptir oft sköpum.  T.d. þó að langa sé frekar þurr fiskur þá var sósan í þessu tilfelli bragðmikil rjómaost og salsa sósa  sem krefst kraftmikils víns, og með voru líka kartöflusmælki  krydduð með salti og hvítlaukskryddi.

Svo hvað er til ráða? Ég ákvað að prófa tvö mjög ólík vín til að komast að því hvaða stíll passaði best. Annað vínið hefur Vínsmakkarinn fjallað um áður, Paul Blanck Riesling 2018, hitt er vín sem ég hef ætlað mér að smakka í langan tíma, Duckhorn Chardonnay frá Napa Valley U.S.A.

Svo hver var útkoman?  Bæði vínin koma vel út með matnum en á ólíkan hátt. Hér má sjá hvernig vínin pössuðu.

Duckhorn Chardonnay 2015 frá Napa Valley er ekta amerískt Chardonnay, full þroskað með mikið af smjöri, krydd og eik sem passar vel með þykkri bragðmikilli sósunni, ananas og peru bragð kemur sterkt inn í lokin og gefur smá vott af ávöxtum sem hæfir fiskinum vel. Samsetningin er ómótstæðileg. Ég sé þetta vín alveg fyrir mér með góðum lax eða bleikju á grilli og með góðum grilluðum humar í hvítlauks smjöri myndi verða stórkostlegt. Verðið er 5.226 kr.

Paul Blanck Reisling 2018 frá Alsace er mun þurrara en Chardonnay, og er eitt af  þeim vínum sem ég get alltaf mælt með þegar fólki langar að prófa eitthvað annað en chardonnay. Þó sýran í víninu skeri örlítið í gegnum sósuna sjálfa í þessum rétti, passa sítrus og kalk einkenni frábærlega með löngunni, sýran magnar bragðið af fiskinum og gerir hann aðeins safaríkari.  Varðandi grill fisk í sumar þá mæli ég með að drekka þetta vín með grilluðum humri, hörpuskel eða hvítum fisk eins og löngu. Verðið er 2.895 kr.        

Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply