Vín mánaðarins desember 2021.

English:

Ég fór að hugsa um það um daginn að ég er búinn að finna og mæla með víni á öllum skalanum, ódýrt, dýrt, þungt, evrópskt, amerískt og frá öðrum ný heims svæðum. Vínin sem ég hef valið geta passað með svo mörgum hátíðarréttum skammarlaust. En það er einn hópur sem ég hef ekki hugsað nógu vel um með val á víni, en það er vegan hópurinn. Með það í huga fann ég vín sem er frá Piemonte á Ítalíu, og er frábært Barbera D´Asti!

Vín frá þessu svæði hefur komið og farið hér á landi í gegnum árin og hafa yfirleitt verið í góðum gæðum. Vietti er engin undantekning, gæðin eru óneitanlega góð. Ég valdi þetta vín sérstaklega með vegan fólk í huga vegna þess að þetta vín hefur vegan vottorð frá ítölsku vín löggjöfinni og fyrir vegan fólk sem er að leita að einhverju góðu víni með hnetusteikinni eða öðrum réttum yfir hátíðarnar er þetta tilvalið!

Vietti Barbera D´Asti Trevigne 2019 er frekar ungt ennþá og þarf smá tíma til að opna sig, en þegar það er búið að því er þetta algjört nammi. Lyktin byrjar með mikið af kirsuberjum og svo kemur örlítil eik og og vanilla í lokin. Bragðið er meðal þungt með góðum keim af kirsuberjum, vanillu, steinefnum og plómu. Jafnvægi á milli ávaxta og tanníns er mjög gott og vínið er alls ekki of þungt. Þó vínið sé ungt er ekkert mál að drekka það núna og það verður mjög gott næstu 3-5 ár. 3.499 kr. er sanngjarnt verð fyrir þetta vín.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply