Vín mánaðarins nóvember 2022.

English:

 

Það styttist í hátíðirnar og þá viljum við yfirleitt gera vel við okkur, og það þýðir oft að við erum tilbúin að eyða aðeins meira en vanalega í mat og vín. Það er nóg af meðal dýru og dýru víni að fá í dag. Því miður fæst ekki mikið af þeim í ríkinu í dag,  en með það í huga ákvað ég að grafa upp nokkra gullmola sem fást ekki endilega í ríkinu en er hægt að fá annað hvort beint frá umboðsaðila eða í netverslun. Ef það fæst ekki í ríkinu þá set ég link á hvar það er fáanlegt.

 

Vín mánaðarins í nóvember kemur frá einum af mínum uppáhalds vínframleiðanda í Chile, Ventisquero. Vínið er ekki sérstaklega ódýrt en er ekki sérstaklega dýrt heldur miðað við gæði. Vertice er meira að segja ekki dýrasta vínið frá Ventisquero, en það er eitthvað við það sem heillar mig gríðarlega mikið. Ég verð að segja að þegar ég sá vínið fyrst og sá hvaða vínþrúgur voru blandaðar saman, var ég viss um að þetta myndi aldrei ganga. Hverjum datt í hug að blanda Carmenere og Syrah saman?? Enn og aftur hafði ég rangt fyrir mér (sem betur fer). Vertice er frábært vín!

Vertice frá Apalta Vineyard í Valle Colchagua, Chile árg. 2017 er gríðarlega opið í nefinu með mikið af svörtum kirsuberjum, pipar, vanillu, skógarberjum og espresso kaffi. Bragðið er þungt og tannínríkt með skógarberja sultu, lakkrís, myntu, vanillu og kaffi. Rosalega gott hvernig allt blandast svo vel saman og vínið í góðu jafnvægi. Eftirbragðið er langt og alkóhólríkt enda er vínið 14.5%! Má drekka núna en má líka geyma í að minnsta kosti 5 ár í viðbót. Smellpassar með nauti og lambi í þungri sósu. Þetta er ekki ódýrt vín, kostar 7.400 kr. en vel þess virði og hægt að kaupa það Hér.

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply