English below
Það styttist í jólin og jólabjór smakkið heldur áfram.
Í þetta sinn smakkaði ég 5 bjóra, 1 íslenskan og 4 erlenda, og gæðin voru ansi misjöfn verð ég að segja, en engu að síður gaman að smakka og rífa upp jóla stemminguna! Allir bjórarnir fást í helstu Á.T.V.R. búðum.
Við skulum byrja með:

Pripps Blár jólabjór: Ég er orðinn svo gamall að ég man þegar Pripps var framleitt á Íslandi hjá Vífilfelli!! En hlutirnir breytast hratt í bjór og vín bransanum og íslenska framleiðslan var ekki langlíf. Í staðinn fáum við Pripps einu sinni á ári í jólabúningi. Bjórinn kom skemmtilega á óvart, þokkalega bragðmikill, með góðum malt keim og karamellu, þurrkaðar appelsínur og smávegis af negul í bakgrunni. Góður bjór og á góðu verði, 461 kr. fyrir 50 cl. dós.

Borg Askasleikir No.45 Amber Ale: Þyngra en þetta fer ég ekki í bjór drykkju, góður bjór og fyrir menn eins og mig, tilvalinn sem fyrsti bjór kvöldsins áður en ég fer í léttari jólabjór. Þung malt einkenni með púðursykur og mikilli beiskju í eftirbragði. Ef þú ert að sækjast eftir beiskum og krefjandi bjór, þá er þessi tilvalinn fyrir þig. Verðið er 494 kr. fyrir 33 cl. dós.

Föroya Jóla Bryggj: Frændur okkar í Færeyjum hafa ágætis smekk á bjór finnst mér og jólabjórinn þeirra er ekki ósvipaður og sá bjór sem er framleiddur hér heima. Létt malt einkenni, góð karamella, þurrkaðar mandarínur og pínu sætur tónn í eftirbragðinu. Góður, svalandi og skemmtilegur bjór. Þess má geta að ég smakkaði bæði í dós og gleri til að athuga hvort það væri einhver munur og fann engan mun, bæði jafn gott. verðið er 372 kr. 33 cl. dós og 392 kr. 33 cl. gler flaska.

Royal X-Mas blár: Ég hef alltaf haft þá reglu að gagnrýna ekki opinberlega það sem ég er ekki hrifinn af, enda finnst mér þetta alltaf smekksatriði. EN hello!! Þetta er að mínu mati venjulegur lager skreyttur í jólabúningi, ekki alveg það sem ég er að sækjast eftir í jólabjór. Verðið er 299 kr. 33 cl. dós.

Harboe Jule brygg: Smá beiskja og karamella, mætti vera bragðmeiri, eins og sagt er „you get what you pay for“ verðið er 275 kr. 33 cl. dós.
English:
Christmas beer tasting part 2:
Christmas is coming and our Christmas beer tasting continues!
This time I tasted 5 beers, one Icelandic and the rest foreign beers. I have to admit the quality was all over the place, some were good and some were…….well not so good! But what the hell, we are here to enjoy ourselves and celebrate Christmas, so let´s not take this to seriously.
And let´s start with:

Pripps Blue Christmas beer: I am so old I remember Pripps beer being made here in Iceland by the Coca Cola company! But things change fast in the beer and wine business and the Icelandic edition did not last long. At least we still get the Christmas version. A pleasant suprise, the beer is very tasty with a good malt, caramel, and dried orange taste and some nutmeg in the background. A good beer at a good price, 461 kr. for a 50 cl. can.

Borg Askasleikir No.45 Amber Ale: This is about as heavy of a beer as I will go, it´s a good beer for a person like me as the first beer of the night before I go for a lighter easy drinking beer. There is a heavy malty start that goes to a brown sugar and classic bitter aftertaste. If you are looking for a bittery, demanding beer then this is for you. The price is 494 kr. for a 33 cl. can

Föroya Jóla Bryggj: Our Faroe Island cousins have good taste in Christmas beer in my opinion, this is a beer not unlike a lot of our Icelandic Christmas versions. A light malty, caramel and dried manadrin taste sets the tone with a hint of sweetnes in the background, makes this a thirst quenching beer. I decided to try both bottle and can and found no difference, both just as good. The 33 cl. can costs 372 kr. the 33 cl. bottle 392 kr.

Royal X-Mas blue: I have a rule, if I do not like something, I do no write about it. I know tastes can vary and it is not for me to say if I don´t like it something, no one else should drink it. BUT!! In my opinion putting a regular lager in a can with Christmas decorations does not make it a Christmas beer! The price is 299 kr. for a 33 cl. can.

Harboe Jule brygg: Slight bitter and caramel taste, could be heavier and tastier. As the saying goes „you get what you pay for“ the price is 275 kr. for a 33 cl. can.