Nokkrar tillögur að jólagjöfum fyrir vín, bjór og kokteil áhugafólk.

A few Christmas suggestions for wine, cocktail and beer lovers! (English below)

Það er til fullt af góðum jólagjöfum fyrir áhugafólk um vín, bjór og kokteila, sumt eiga allir, t.d. góð glös, frábæra tappatogara og smart kokteil hristara. Með árunum verður erfiðara og erfiðara að finna eitthvað skemmtilegt handa makanum sem á nánast allt. Ég ákvað að gramsa örlítið og athuga hvort ég gæti ekki fundið eitthvað til að létta ykkur lífið í jólainnkaupunum og koma með nokkrar tillögur. Með það í huga að „versla heima“ til að styðja innlenda innflutningsaðila er hægt að finna  þetta allt hér á Íslandi.

Eigum við ekki að byrja á vínáhuga fólki?

Le nez du vin:

Það er eitt tæki sem ég hef átt og notað í 20 ár sem mér finnst stórkostlegt, það er hinn eini sanni Le nez du vin lyktarkassi! Ég veit bara frá minnni eigin reynslu að það er oft erfitt að lýsa víni, en þessi kassi hefur flestar lyktir sem lýsa víni og eikar einkennum (einnig vondar lyktir) og spjöld sem lýsa lyktar einkennum og í hvaða vínum þú getur fundið lyktina. Þetta er ekki ódýr gjöf, dýrasti kassinn kostar 55.900 kr. en fyrir hörðustu vínaðdáendur er þetta frábær jólagjöf. Meiri upplýsingar fást hér. https://ilmurvinsins.is/collections/frontpage/products/54-ilmoliur-le-nez-du-vin-the-masterkit-raudvin-hvitvin-og-kampavin

6 Bordeaux Cru Bourgeois.

Það elska allir Bordeaux vín og víninnflutningsfyrirtækið UVA er búið að setja saman skemmtilegt úrval af Cru Bourgeois til að smakka. Það er 3 mismundandi Chateau (2 flöskur af hverri gerð). Öll vínin eru hæsta Cru eða Exeptionnels, þau eru Chateau Lilian Ladouys 2018 árg. frá Sant-Éstéphe, Chateau Cambon La Pelouse árg. 2018 og Chateau Charmail 2018 . Skemmtilegt að geta borið saman mismunandi Cru Bourgeois í svo háum gæðaflokki. Verðið er sanngjarnt eða 35.000 kr. og hægt er að panta kassa í gegnum e-mail barddal@simnet.is

Fyrir kokteil áhugafólk:

Boston Bar roll deluxe:

Flest kokteil áhugafólk á slatta af dóti heima hjá sér, góðan hristara, sigti og svo framvegis. En fæstir eiga eitt stykki kokteilbar í fallegri ferðatösku sem hægt er að taka með út um allt! Getur þú ímyndað þér hvernig það væri að fara í næsta teiti (ef við fáum nokkurn tíma að fara aftur í teiti), opna töskuna og byrja að búa til uppáhalds kokteil vínáhugafólksins á staðnum?? Er þetta flott eða hvað??!! Ekki ódýrt en vel þess virði. 34.596 kr. Hægt er að panta hér: https://gsimport.is/vara/probostonroll-delux/

Fyrir bjór áhugafólk:

Robobrew:

Ég skal vera mjög hreinskilinn. Flestir bjór áhugamenn halda að þeir geti gert betri bjór en þann sem þeir kaupa í ríkinu í dag. Ég veit ekki af hverju menn halda það, ekki tala kokteil eða vín áhugamenn svona (oftast ekki). En ég heyri ansi marga bjór áhugamenn smakka bjór og segja „ég hefði bætt við þessu eða hinu eða minnkað þetta eða hitt í uppskriftinni“. Jæja núna getur þú búið til þinn eigin bjór á mjög einfaldan hátt með Robobrew sem fæst í Brew.is. Er það eins auðvelt og þeir segja? Já!! Ef ég get gert þetta, þá getur hver sem er búið til drykkjarhæfan bjór, en ég lofa ekki að hann verði meira en drykkjarhæfur!  Þetta er ekki ódýrsta tækið á Íslandi eða 65.000 kr. en vel þess virði. Hægt er að kaupa þetta hér: https://www.brew.is/oc/Robobrew_With_Pump

A few Christmas suggestions for wine, cocktail and beer lovers!

There are all types of good presents for wine, cocktail and beer lovers. Who doesn´t have good wine glasses or a quality corkscrew? What barman doesn´t have a nice cocktail shaker? The older a person gets the harder it is to find something for that special person who has almost everything. That is why I went looking around to see if I could make your life a little easier by finding something different. With the „shop at home“ train of thought, I found a couple of interesting things, two for the wine lovers, one for the bar person and one for the beer lover.   

Shall we start with the wine lover?

Le nez du vin:

There is one thing I have had for over 20 years and still use quite a bit, the Le Nez du vin aroma case.  I know from experience that it is sometimes hard to find the right words or explanation to describe a wine, sometimes the word is on the tip of your tongue and won´t come out!! That is why it is so good to have an aroma case to go through and see if a certain smell fits what you are looking for. The best thing about this case is you get a description card of every aroma included, that helps you find what you are looking for. The price is not cheap, but at 55.900 kr. for the 54 aroma case it is a long term investment.  You can order it here https://ilmurvinsins.is/collections/frontpage/products/54-ilmoliur-le-nez-du-vin-the-masterkit-raudvin-hvitvin-og-kampavin

6 Bordeaux Cru Bourgeois.

Everyone loves a good Bordeaux wine, and imprters UVA have set up a case with 3 top quality Cru Bourgeois Exeptionnel wines (2 of each Chateau). It is always fun to taste high quality wines from different areas in Bordeaux and see how they stack up to each other. The wines are Chateau Lilian Ladouys 2018 vintage, from Sant-Éstéphe, Chateau Cambon La Pelouse vintage 2018 and Chateau Charmail 2018 vintage. With 2 bottles each you can compare them now and again after 5-10 years to see who has improved the most! The price is fair at 35.000 kr. and you can order it through the e-mail  barddal@simnet.is

For the Bar person:

Boston Bar roll deluxe:

Most bar people have all kinds of stuff laying at home ready to do some elegant cocktails, such as a good shaker and strainer and etc.. But not many have a complete traveling bar kit that you can take where ever you want! Imagine going to a friends house (if we ever get to go to a friends house again) with this in tow, ready to make any cocktail they wanted, the dam thing even has an egg strainer!!  To put it mildy this thing is cool! Not cheap but worth it 34.596 kr. you can order it here https://gsimport.is/vara/probostonroll-delux/

For the beer lover:

Robobrew:

Lets be honest, I have yet to meet a serious beer lover who will not tell you how he would have made the beer he was tasting better! That person will tell you how they would have added this or took out that and the beer would have been „slightly“ better tasting. Even coktail lovers do not act like that! Well time to put up or shut up!! The Robobrew is probably the easiest beer maker out there. Just read the directions, put the right amount of ingredients in and let the machine do its stuff! If a person like me can make a drinkable beer (I said drinkable, I never said good), then anyone can, with this machine. It costs 65.000 kr. and you can buy it through brew.is https://www.brew.is/oc/Robobrew_With_Pump

Þessi færsla var birt í Fræðsluefni, Kokteilar, Uncategorized, Vínfræði, Vínkennsla og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply