Vín mánaðarins desember 2020.

Wine of month December 2020: English below

Vina Ardanza Reserva, 2010 Rioja, Spánn.

Ég hef alltaf sagt að við hér á Íslandi erum mjög heppin með gott úrval af spænskum vínum sem eru í boði hér. Fyrir utan eitt og eitt kassavín, þá er með eindæmum gott úrval. Og það er alveg sama hvort það er ódýrt, meðal dýrt eða dýrt vín, þá er það nánast alltaf góð kaup miðað við verð.

Lýsandi dæmi er vín desember mánaðar Vina Ardanza Reserva 2010. Vínið er þrátt fyrir að vera 10 ára gamalt ótrúlega ferskt, með kirsuber, kaffi og ristað brauð í nefinu, en er frekar bragðmikið vín með lyngber, eik, cedrus, kaffi og smávegis pipar og oregano í bakgrunni. Tannín og ávaxta bragð eru í fínasta jafnvægi. Þetta vín væri frábært með lambalæri eða góðri nautasteik núna en væri hægt að geyma í 4-5 ár í viðbót. Þetta er ekki ódýrasta vínið á markaðinum en þegar maður ætlar að eyða pening í góðan mat þá er skynsamlegt að eyða smá pening í gott vín líka að mínu mati. Verðið er 4.699 kr.  

Vina Ardanza 2010 Rioja, Spain

I have said many times that we are lucky in Iceland to have such a large amount of good quality spanish wines on the market. Besides the occasional bag in box crap that´s everywhere, the rest of the wines are amazing and give a great value for money ratio. It does not matter whether we are talking cheap, mid range or expensive, the quality is always there.

A good example is the wine of the month of December, Vina Ardanza Reserva 2010. Despite being 10 years old already, the wine has a great freshness to it. The nose is full of cherry, coffee and toast, with a strong lyng, oak, cedar and coffee taste. The aftertaste lingers long in the mouth with a little bit of pepper and a slight oregano background. The tannin and fruit compliment each other and have a good balance. This is a wine that would do wonders for a leg of lamb og a good beef steak. Though it´s ready to drink now, it should improve the next 4-5 years. This is not a cheap wine by any means, but if your going to spend money on a good meal, it doesn´t make sense to go cheap on the wine! The price is 4.699 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply