Framúrskarandi: Nativ Dell ´Inchiostro

English:

Þá er kominn tími til að skreppa til frekar lítt þekkts svæðis hjá okkur á Íslandi, Campania á Ítalíu. Fyrir þá sem þekkja svæðið ekkert, þá er helsta og besta rauðvínsþrúgan þar Aglianico. Þrúgan gefur oftast tannínríkt vín og þetta vín er engin undantekning.

Svæðið er aðeins  fyrir sunnan Toscana svæðið og þar verður oft frekar heitt á sumrin og jarðvegurinn frekar grýttur vegna hins fræga eldfjalls Vesuvius. Eins og gengur og gerist hjá framleiðendum á frekar lítt þekktum svæðum á Ítalíu, er oft hægt að gera góð kaup á vínum í miklum gæðum, og er þetta að mínu mati eitt af þeim.  Þó vínið sé ekki flokkað hærra en IGT (hálfu skrefi fyrir ofan lægsta gæðaflokk), er eitthvað um þetta vín sem sýnir að gæðin leyna sér ekki.

Nativ Dell ´Inchiostro 2018 er frekar lokað í lykt en gefur örlítinn cedrus tón af sér. Bragðið tekur smá tíma að koma fram, en þegar það kemur er það algjör sprengja! Sólber, cedrus, kaffibaunir og tannín eru mest áberandi og svo kemur smá plóma í lokin. Eftirbragðið er langt og tannínríkt! Hörkugott vín sem er peninganna virði. Vínið passar vel með lambi og nauti jafnvel þó kjötið væri með þungri sósu. Kr. 3.788

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

1 Response to Framúrskarandi: Nativ Dell ´Inchiostro

  1. Óskar sagði:

    Þess má geta að það er ný búið að lækka verðið á henni í 3.370!

Leave a Reply