English below:
Mér skilst að það séu til 88 jóla bjórar til sölu í Á.T.V.R., fyrir svona litla þjóð eru þetta svakalega margar tegundir. Þegar ég var að smakka fyrir tímarit og blöð í denn voru ekki nema 15 til 20 tegundir! Satt að segja þá kæmi það ekki til greina að smakka þá alla.
Ég ákvað í framhaldi að setja niður nokkrar reglur hjá mér varðandi jóla smakkið í ár. No.1 Aldrei verða fleiri en fimm tegundir smakkaðar í einu. No.2 Ég mun reyna að smakka söluhæstu jólabjórana, svo hægt verði að bera þá saman. No.3 Ég mun ekki smakka stout, porter eða þungan IPA, því ég hef lítinn áhuga á svona bjór almennt og sé enga ástæðu til að smakka og lýsa einhverju sem ég hef sjálfur lítið vit eða áhuga á.
Með þetta allt saman í huga, er þá ekki kominn tími til að smakka og segja frá minni upplifun á fyrstu fimm jólabjórunum sem ég smakkaði?

Jóla Kaldi:
Kaldi er búinn að festa sig í sessi fyrir lifandis löngu síðan og ekki að ástæðulausu. Það er mikill metnaður hjá þeim fyrir norðan og jólabjórinn er lýsandi dæmi. Bjórinn er ferskur, hreint karamellu og negul bragð með sterkan en ferskan keim af malt í bakgrunni. Bragðið er gott og bjórinn skemmtilegur, og kostar 414 kr. stk. Flaska.

Gull jólabjór:
Það er ekki langt síðan að þetta var alversti jólabjórinn á markaðnum, meira að segja vissum við í blind smakki hvaða bjór var Gull jólabjór, versti bjórinn var alltaf Gull! Svo dag einn virtist allt smella saman hjá Ölgerðinni og bjórinn kom skínandi vel út í blindsmakki sem og öðru smakki, okkur til mikils léttis! Jólabjórinn í ár er léttur, þægilegur lager bjór með kanil, negul og smávegis af karamellu. Auðvelt að drekka og verðið er 349 kr. fyrir 33 cl. dós

Tuborg jólabjór:
Að segja annað en að markaðssetning Tuborg á jólabjórnum sínum sé ekki tær snilld myndi vera hræsni! Það liggur við að það sé slegist um þennan jólabjór á börum um leið og má drekka hann. EN góð markaðssetning kemur vörunni bara svo og svo langt, ef varan er ekki nógu góð, snýr neytandinn baki við vörunni og finnur sér eitthvað annað að drekka eða gera (Beaujolais nouveau er lýsandi dæmi um frábæra markaðssetningu þar sem varan stóð ekki undir væntingum). Tuborg hefur þetta klassíska, karamellu, negul og örlítil malt einkenni, sem gefur gott bragð án þess að vera of þungt. Ólíkt mörgum jólabjórum sem er gott að drekka einn og svo ekki meir, er alltaf hægt að fá sér annan Tuborg! Og til þess er leikurinn gerður!! Verðið er 369 kr. fyrir 33 cl. dós

Royal X-Mas: Hvít
Þetta er sennilega bjórinn með minnsta jólafílinginn nema skrautið á dósinni. Bjórinn er þægilegur lager bjór með smá beiskju og smá sætleika í eftirbragði. Satt að segja ef þetta hefði verið framleitt án jólaskrautsins á dósinni, hefði ég kallað þetta venjulegan lager bjór. Þetta er ekki vondur bjór og frekar ódýr eða 299 kr. fyrir 33 cl. dós.

Víking jólabjór:
Ágætis bjór með þægilega fyllingu, bragðgóður með hefbundna karamellu og malt, og aðeins í léttari kantinum. Góður engu að síður ískaldur! Verðið er 339 kr. fyrir 33 cl. dós.
Christmas beer tasting first chapter.
From what I have heard we have 88 christmas beers for sale this year. For a country of our size I would say that is quite a lot! Back when I was tasting for papers and magazines, we had 15 to 20 at the most. The truth is I will not be tasting all of them, I have neither the palate nor interest in tasting all of them. Because I will not be tasting them all I have put some rules on my tasting: No.1 I will not taste more than 5 at once. No.2 I will try to taste all of the best selling beers so I could compare them No.3 I would not be tasting stouts, porters or heavy IPA´s, simply because my taste does not run that way and it would be silly of me to try to describe them.
With that in mind, let´s go taste some Christmas beers!

Jóla Kaldi
Kaldi has been around for a few years now and are highly respected and one of the better beermakers in Iceland. Their christmas beer is a good example of why they are considered so good. The beer is fresh with caramel, nutmeg flavours going into a good malty aftertaste. Clean, fresh and longtasting makes this a perfect choice to start our beer tasting. The price is 414 kr. per bottle.

Gull Christmas
It wasn´t too long ago that the Gull was by far the worst tasting beer we had in our tasting! Even blindtasting we knew when we were tasting Gull, It was that bad it stuck out!! Then one year everything seemed to align for Ölgerðin (most likely a new recipe) and wonder of wonders, and a relief to all who tasted, it tasted quite good!! This year´s version is light, easy drinking lager with cinnam0n, nutmeg and a slight caramel after taste. Easy to drink and costs 349 kr. for a 33. cl. can.

Tuborg Christmas
There is no question that Tuborg´s christmas marketing scheme is the best in the business, at least here in Iceland. Everyone else is a distant second, who probably look longingly at Tuborg´s sales at the end of the year. But even great marketing can only get you so far, if the product is inferior people will sooner or later look for something new (case in point Beaujolais nouveau, great marketing, terrible wines that have now ruined the reputation of a great region). Tuborg has the classic caramel, nutmeg and malted taste that is so prevalent in christmas beers. It is fairly heavy but not so much that you can only drink one and then go to a lighter beer. On the contrary this is a beer that you can drink all night and that is what they want you to do! The price is 369 kr. for a 33 cl. can.

Royal Xmas: White
This is probably the least christmissy tasting beer I have had. If fact the only thing that gives it a Christmas feeling is the decoration on the can. If it were not for the can, I would have just called it a decent, cheap lager with a slightly bitter aftertaste. But the can definately gives it a good christmas vibe! The price is 299 kr. for a 33 cl can.

Viking Christmas
A decent beer with good filling, strong tasting with the usual caramel and malt. A little on the lighter side but still very good and best drunk ice cold! The price is 339 kr. for a 33 cl. can.