Treviso 900 Brut, Prosecco. Veneto, Ítalia.

Í síðustu „bubbly“ umfjöllun fórum við beint í dýrari vínin, þ.e. kampavín, en núna ætlum við að fara í hina áttina eða ódýrari vínin, í þessu tilfelli Prosecco.

English below

Prosecco hefur slegið í gegn á Íslandi einfaldlega vegna þess að þetta er gott, þægilegt og ódýrt freyðivín.  Áður fyrr var freyðandi vín aldrei keypt nema til að fagna einhverju, t.d. stórafmæli eða brúðkaupi og þá keypti fólk annaðhvort ekta kampavín ( þeir sem höfðu efni á því) eða ódýrt en gott spænskt Cava eða jafnvel þýsk freyðivín. Og að fá eitt glas í fordrykk var nóg. En tímarnir  og smekkur fólks hafa breyst,  og ekki er óalgengt að sjá hópa kvenna með freyðívíns flösku hjá sér á bar eða í heimahúsi.  Þó hægt sé að fá freyðivín eins og spænskt Cava á svipuðu verði  og Prosecco, getur það oft verið talsvert þurrara og það vantar ferskleikann sem Prosecco býður upp á. Mín reynsla í vinnunni er að ef gestir hafa val á milli Prosecco eða Cava, þá velja 90%  Prosecco, það virðist nefnilega vera hægt klára heila flösku af Prosecco án þess að blikna.

Ég valdi Treviso 900 sem fulltrúa Prosecco í þessa umfjöllun, en það hefur öll einkenni sem gott og ódýrt freyðivín hefur. Léttur ger ilmur finnst í nefinu og einnig græn epli, en lime og fersk sýra er mest áberandi í bragði.  Einnig er ánægjulegt að sjá loftbólurnar haldast vel og lengi í glasinu, sem gerist ekki alltaf í ódýrum freyðivínum. Eftirbragðið helst þokkalega lengi í munninum en er ekki of þurrt. Sem sagt Prosecco eins og það á að vera. Verðið er meðal verð fyrir svona vín, 2.423 kr.  

English:

Treviso 900 Brut, Prosecco. Veneto Italy.

In the last „Bubbly“ story I wrote about the more expensive type of wine, Champagne. Now I will be going the oppesite direction og write about a less expensive type, In this case Prosecco.

Prosecco has become quite a hit in Iceland, for the simple reason that it is cheap, tastes good and is easy to drink. It used to be that sparkling wine was only used to celebrate things like weddings, birthdays and new years and then we would only drink a glass of champagne (for those who could afford it) or spanish cava or even german sparkling. The guests would usually have only one glass as a starter and then go to something different. With the coming of sparkling such as Prosecco things started to change, the wine is not nearly as bone dry as what the consumer was used to drinking and is just as cheap as a bottle of house wine, making it an affordable easy drinking alternative. Even though you can get a Spanish Cava for the same price it seems that Prosecco is the choice of 90% of my guests when ordering a bottle of sparkling to drink. That is not to say Prosecco is better, it just seems to be more in fashion because of its light and easy to drink style.

I chose as the represenative of Prosecco, Treviso 900 because in my opinon it is a good example of a good Prosecco. The light soft hint of newly baked bread in the nose, a green apple, lime og fresh acidity flavour makes the wine easy to drink and the light smooth aftertaste stays for a fairly long time. The bubbles are small and fizzle a long time compared to most less expensive sparklings  which is always a plus in my opinion.  All in all a good buy at 2.423 kr.

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply