Fjögur ný vín

English

Það gekk allt of vel að kynna síðasta framúrskarandi vín (Ch. Ducluzeau) það litla sem var eftir kláraðist á sama degi og greinin kom út! Til að bæta upp fyrir þá sem fengu ekki að smakka vínið ætla ég að fjalla um fjögur vín sem komu nýlega í hillur Á.T.V.R.  frá fjölskydu samsteypu (negotiant), Jean-Pierre Moueix sem mér finnst áhugaverð.

Fyrirtækið er vel þekkt í Bordeaux, sérstaklega fyrir pomerol vínin en það teygir sig samt alla leið til Napa Valley í Bandríkjunum, þar sem það er með búgarð. Þrjú af þessum fjórum eru komin í reynslu og það fjórða er á leiðinni, og vonandi kemst eitthvað af vínunum áfram úr reynslu listanum.

Við ætlum að byrja umfjöllunina á ódýrasta víninu sem heitir einfaldlega Bordeaux og enda á dýrasta sem er kallað Pomerol.

 Jean-Pierre Moueix Bordeaux 2016 er frekar opið í nefinu með plómu, jarðaberja og fjósa lykt. Bragðið er opið með lakkrís, plómu og villisveppa einkenni, og eftirbragðið er meðal langt og vel þroskað. Þetta vín er tilvalið að drekka núna og óþarfi að bíða, en ég á von á því að vínið verði mjög gott næstu tvö árin alla vega. Gott með lambi og pasta réttum. Verðið er 3.144 kr.

Jean-Pierre Moueix Medoc 2016 hefur talsvert meira af Cabernet Sauvignon en Bordeaux vínið og það finnst strax mun meiri lykt af dökkum berjum og papriku í nefinu, einnig kemur skemmtileg eikar og krydd lykt í lokin. Bragðið hefur góða blöndu af sólberjum, papriku og pipar og mjúkt tannín. Eftirbragðið er frekar langt og bragðmikið. Vínið kemur skemmtilega á óvart og myndi fara vel með nauta eða lambakjöti. Verðið er mjög gott á 3.405 kr.

Framúrskarandi: Jean-Pierre Moueix St. Emilion 2016, núna erum við komin á svæði í Bordaux þar sem eru framleidd hágæða vín. Þetta vín er með meirihluta Merlot og smávegis Cabernet Franc og þar af leiðandi mjög ávaxtaríkt og flókið vín. Vínið lyktar mikið af berjasultu með svörtum berjum og kryddi, og angan af villisveppum og jarðvegi í lokin. Bragðið er meðal þungt, tannínríkt með góðan keim af bláberja sultu, plómu, smá negul, kanil og kaffi í lokin. Eftirbragðið er langt og silkimjúkt. Vínið er tilbúið núna og er hreint frábært! Verðinu er stillt í hóf eða aðeins 3.929 kr. frábært vín með rauðu kjöti.

Framúrskarandi: Jean-Pierre Moueix Pomerol 2016 er án efa besta vínið í hópnum en í leiðinni dýrasta, enda er svæðið sem vínþrúgan kemur frá afar lítið vægt til orða tekið. 95% Merlot og rest Cabernet Franc gerir þetta vín afar safaríkt með mikið af kirsuberjum og smávegis kaffi í lykt. Bragðið springur í munni með plómum, kirsuberjum, jarðaberjum, sedrus og negul, og svo silki mjúkt tannín. Eftirbragðið situr lengi í munni með góðan áfengis keim. Frábært vín á allan hátt sem er tilbúið að drekka og tilvalið hátíðar vín. Verðið er 4.977 kr. (verð til sölu frá des. 1)

Athugið, eins og sést eru allir miðarnir keimlíkir, munið því að athuga hvaða svæði stendur á miðanum svo keypt sé rétt! 

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply