Vín mánaðarins Maí 2022

English

Colognole Riserva del Don Chianti Rufina 2015

Ég neita því ekki að ég er einn af þeim sem gleðjast þegar litlir vínframleiðendur ná að vekja athygli vegna gæða vínsins. Spalletti fjöldskyldan á Ítalíu hefur verið að framleiða vín síðan 1890, en þess má geta að 70% af víninu frá þeim er selt erlendis sem verður að teljast ansi vel gert þegar þú framleiðir ekki nema 110.000 flöskur á ári. Að svona lítill framleiðandi (27 hektarar er notað í vínframleiðslu samkvæmt flösku miðanum) skyldi detta inn í íslenska vínbúð finnst mér óneitanlega skemmtilegt, sérstaklega þegar gæðin eru eins góð og Riserva del Don.

Colognole Riserva del Don 2015, Chianti Rufina er ekki skrímsli, hvorki í bragði né lykt. Enda á það ekki að vera þannig. Þetta er að mínu mati ekta chianti eins og það á að vera. Vínið byrjar með opinn og mjúkan ilm angandi af jarðaberjum, rifsberjum, sveppum og léttum eikar tón. Bragðið er silkimjúkt með kirsuberja sultu, kirsch, örlítinn keim af smjöri, ristað brauð og möndlur. Tannín og ávaxta bragðið smell passar og er í mjög góðu jafnvægi. Þó ég mæli oftast með bragðmiklu víni með steik, sé ég þetta vín fyrir mér með nautalund eða fuglakjöti. Vínið er tilvalið til að drekka núna en má geyma í 5-6 ár í viðbót. Verðið er ágætt og sanngjarnt á 4.599 kr.

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply