
Allegrini Carte Giara Ripasso Valpolicella 2018
Hvað get ég sagt um Allegrini? Þegar kemur að hágæða víni frá norður Ítalíu sem klikkar sjaldan ef nokkurn tíma, þá er Allegrini með þeim allra bestu. Ég ber mikla virðingu fyrir Tommasi og Masi vínframleiðendunum, en ég neita því ekki að Allegrini stendur jafnfætis þeim á allan hátt í gæðum miðað við verð og Corte Giara er lýsandi dæmi um gæði framleiðandans. Ripasso og Appasimento vín virðast falla vel í kramið hjá íslenskum neytendum, enda eru flest í mýkri kantinum og ekki of kraftmikil.

Allegrini Carte Giara Ripasso Valpolicella 2018
Vínið er frekar opið í nefinu með mikið af kirsuberjasultu, kirsch og smávegis af rúsínum. Bragðið er mjúkt og þægilegt með kirsuberjum, eik, kaffi, sultu og smávegis keim af sveskjum. Tannín er ekki mjög áberandi en þó til staðar, eftirbragðið er mjúkt og meðal langt. Ég sé þetta vín fyrir mér með góðum osta og kjöt platta umvafinn góðum vinahóp. Verðið er gott 3.390 kr., sérstaklega miðað við allar verðhækkanirnar sem dynja á okkur undanfarið. Þó þetta sé frekar ungt vín má drekka það núna.