Framúrskarandi: Dry Creek Zinfandel.

English

Einstaka sinnum verð ég heppinn, þegar vín sem ég spái vinsældum, verða mjög vinsæl. Eitt dæmi er 1.000 Stories Zinfandel.  Ég var með þeim allra fyrstu til að smakka vínið og sagði umboðsaðila strax eftir á að þarna væru þeir með vín sem hentaði íslenska markaðinum og íslenskri matargerð mjög vel, og þar af leiðandi yrði það vinsælt, og raunin varð sú, það sló algjörlega í gegn. Það sló ekki í gegn mín vegna, ég var bara svo heppinn að spá rétt.

Nú sit ég og er að smakka annað Zinfandel sem ég er sannfærður um að muni slá í gegn, en í þessu tilfelli hefur umboðsaðili ekki alveg eins mikla trú á því og ég, og hefur þar af leiðandi ekki sett það í reynslusölu ennþá.

En af hverju hef ég svona mikla trú á víninu? Einfaldlega vegna þess að ég dæmi alltaf vín eftir verðinu, mín skoðun er, er vínið peninganna virði? Mér er alveg sama hvort vín kostar 2.000 kr. eða 40.000 kr.. Spurningin er, borgar það sig? Myndi ég kaupa aðra flösku? Dry Creek Zinfandel kostar 4.999 kr. og svarið er JÁ! Það borgar sig! Allavega finnst mér það.

Dry Creek Heritage Zinfandel 2017 frá Sonoma County í Kaliforníu er bragð mikið „skrímsli“ eins og ég kalla það. Lyktin er gríðarlega opin með sólberja sultu, skógarberjum, lakkrís og vanillu. Bragðið er þungt og áfengisríkt, og hefur sterkan keim af skógarberjum, vanillu, espresso kaffi, og miklu súkkulaði. Eftirbragðið er mjög langt og hefur þungan dökkan ávaxta keim. Þetta er grill vínið í ár, án vafa! Naut og lamb, BBQ eða bara vel kryddað kjöt myndi smell passa með víninu.

Þó að vínið fáist ekki í Á.T.V.R. í augnablikinu , endilega hafið samband við yfirmenn UVA EHF. og þeir eru tilbúnir að aðstoða þig við innkaupinn. E-mail er barddal@simnet.is

barddal@simnet.is

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply