Framúrskarandi vín: Guelbenzu Azul 2017

English

Ég hef verið mjög lánsamur að hafa fengið að smakka fullt af góðu víni og kynnast mörgu góðu fólki og vínumboðsaðilum vegna vínáhuga míns. Einn af þeim er eigandi Ber ehf.. Í 20 ár hefur Ber flutt inn gæða vín frá ýmsum svæðum á Spáni, frá Ampurdan svæðinu til Yecla svæðisins og allt þar á milli.  Ef það er ræktað vín á svæðinu á Spáni, er Hafliði í Ber sennilega búinn að finna það og flytja inn hágæða vín þaðan.

Við þekkjum öll gæða vín frá Rioja, og Ribera del Duero en hefur þú smakkað vín frá t.d. Ribera del Queiles í Navarra svæðinu? Eins og með svo mörg minna þekkt svæði á Spáni, er hægt að fá hágæða vín þaðan, sem myndu vera mun dýrari ef það kæmi frá þekktari svæðum eins og Rioja. Lýsandi dæmi er Guelbenzu Azul vínið.

Guelbenzu Azul 2017 frá Ribera del Queiles er ekki beint dæmigert spænskt vín, það er blanda af Tempranillo, Cabernet Sauvignon, Merlot, Graciano og Syrah hvorki meira né minna! Vínið er geymt í amerískri og franskri eik í 9 mánuði sem kemur sterkt fram í lyktinni og gefur víninu sterkan kakó, kaffi og vanillu angan. Bragðið er alkóhólríkt með svörtum kirsuberjum, eik og vanillu. Gott jafnvægi er á milli tanníns og ávaxta, og það gerir þetta vín auðvelt að drekka núna, en eins og flestir góðir spánverjar þá má geyma það í  nokkur ár í viðbót. Ég myndi drekka þetta með lambaréttum frekar en öðru kjöti. Verðið er gríðarlega sanngjarnt á 2.777 kr.

Guelbenzu Azul 2017
Þessi færsla var birt í Kokteill mánaðarins, Nýlega smakkað, Uncategorized, Vínfræði, Vínkennsla, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply