
Fyrir þó nokkrum árum síðan sagði hinn heimsfrægi vín gagnrýnandi Robert Parker um Valpolicella að þetta væri í besta falli „industrial garbage“ (verksmiðju sorp). Satt að segja í þá daga var ég sammála honum, Valpolicella var frekar ómerkilegt vín. En tímarnir breytast og Valpolicella framleiðendur áttuðu sig á því að ef þau myndu ekki bæta sig þá myndu þau hellast úr lestinni og vera með óseljanlega vöru. Í dag er hægt að finna fullt af virkilega góðu Valpolicella, bæði venjulegu og Ripasso útgáfunni.
Lýsandi dæmi um gott Ripasso er Ca´della Scala Mezzopiano Valpolicella Ripasso 2017. Það er mikið af kirsuberjum og lyngberjum í lyktinni ásamt smávegis af jarðvegi. Bragðið er gott og meðal langt með kirsuberjum, jarðvegi, smávegis af villisveppum og góðu tannín. Eftirbragðið er meðal langt og þægilegt. Þetta er ekki geymslu vín, njótið þess núna í sumar með fitulitlum grillmat og auðvitað pasta! Verðið verður að teljast mjög sanngjarnt á 3.370 kr.
