Bubbly 4

English below:

Að undanförnu hef ég fjallað aðeins um freyðandi vín á mismunandi verði frá mismunandi svæðum. Nú þegar að það styttist í stærsta daginn til að skála, ætla ég að fara aftur í kampavíns héraðið og fjalla um tvö vín frá einum af uppáhalds kampavíns framleiðandanum mínum, Laurent-Perrier! Það verður gaman að skála í öðru hvoru þessara hágæða kampavína!!

Við skulum byrja á:

Laurent -Perrier La Cuvée Brut N.V. :

Það er svo mikið af loftbólum að það kitlar nefið á meðan ég er að þefa! Ger og sítróna kemur sterkast fram í nefinu. Bragðið er ljúft og frekar þurrt, með ger, sítrónu, lime, gulum eplum og smávegis af brauðdeigi. Eftirbragðið er mjög langt, þurrt og sýruríkt og kitlar alveg aftast. Verðið er í takt við verð á öðrum kampavínum eða 6.753 kr..

Laurent-Perrier Cuvée Rose N.V.:

Flaggskipið hjá Laurent-Perrier er þetta frábæra kampavín. Það skorar hátt alls staðar, og er mikils metið hjá öllum vínáhugamönnum og það þarf engan að undra. Vínið freyðir vel og lengi þegar því er hellt í glas. Fyrst kemur gríðarlega ljúffeng lykt af jarðaberjum og appelsínuberki, bragðið er þurrt, sýruríkt og með sterkan keim af jarðaberja böku, appelsínum og svo kemur smávegis af reyk í bakgrunni. Eftirbragðið er langt, sýruríkt og gott og fær mann til að brosa! Þetta verður seint ódýrasta kampavínið á markaðinum á 10.890 kr. en alveg fyllilega þess virði.

Sparkling wine 4:

Lately I have been writing about different sparkling wines from different areas and different prices. Now that we are getting closer to the biggest sparkling wine drinking day of the year, I have decided to go back to the Champagne area and write about two wines from one of my all time favourite producers of Champagne, Laurent Perrier! I will admit it will be fun bringing in the new year with one of these two wines!!

Laurent -Perrier La Cuvée Brut N.V. :

There are so many pinhead sized bubbles in the glass that is tickles my nose when I try to smell it! Yeast and lemon are the strongest aroma in the nose. The taste is good and dry with yeast, lemon, lime, yellow apples og a little bit of bread dough. The aftertaste is very long, dry and acidic and tickles in the end. The price is around the same prices of other champagne at 6.753 kr..

Laurent-Perrier Cuvée Rose N.V.:

The flagship of Laurent-Perrier and for good reason. It scores high everywhere and with all of the top wine experts and enthusiasts around the world. Its bubbles sit for a long time when put in a glass, the first aroma you get is a soft strawberry and orange peel. The taste is long, dry and acidic with an great strawberry tart, orange at the start going to a slight smokey ending. The aftertaste is long and acidic that brings a smile to your face!! This is not a cheap champagne but worth it at 10.890 kr..

Þessi færsla var birt í Fræðsluefni, Uncategorized, Vínfræði og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply