English below:
Í ár ætla ég að breyta aðeins til og mæla með víni sem mér finnst henta með matnum sem snæddur er á jólum og áramótum. Þetta er frekar langur listi, en ég vona að allir finni eitthvað sem hæfir matnum sem er á boðstólum.
Við skulum byrja á:


Beef wellington og nautalund: Það virðist vera að Beef Wellington sé að koma sterkt inn í ár, og vegna þess að nautalund og Wellington er bæði fitulítið nautakjöt og svipað bragð, (nema smjördeigið og sveppirnir í Wellington), ákvað ég að velja vín sem getur hentað báðum. Hér eru tvö hörku góð vín sem passa mjög vel með.

Ég er mikill aðdáandi spænskra vína og þessi spánverji myndi henta vel með kjötinu:
Vina Ardanza Reserva 2010, Rioja Spánn. Vínið er þrátt fyrir að vera 10 ára gamalt ótrúlega ferskt, með kirsuber, kaffi og ristað brauð í nefinu, en er frekar bragðmikið vín með lyngber, eik, cedrus, kaffi og smávegis pipar og oregano í bakgrunni. Tannín og ávaxta bragð eru í fínasta jafnvægi. Verðið er 4.699 kr.

Ef þú vilt aðeins þyngra vín með nautinu mæli ég með þessu:
Escorihuela, 1884 The presidents blend 2017
Mendoza, Argentína, 85% Malbec, 5% Syrah, 10% Cabernet Sauvignon.
Þetta vín er eitt af flaggskipunum frá þessum ágæta framleiðanda. Þetta er massíft vín með sterkan keim af svörtum skógarberjum, bláberjum, vanillu, negul, áfengi, kaffi og smá tjöru. Vínið hittir vel í mark og er svo sannarlega fyrir þá sem elska þung vín.
Það er frábært með öllum þungum kjöt réttum, en ég mæli með að umhella víninu til að gefa því aðeins meiri þroska. Verðið er 5.933 kr.

Lambalæri: Íslenska lambakjötið er með því allra besta í heimi, ef ekki það besta (segjum við Íslendingar alla vega). Í dag er lambalæri mjög oft selt tilbúið kryddað, og eina sem maður þarf að gera er að henda því í 0fn og njóta þess. En með góðu lambalæri er tilvalið að drekka gott og þungt vín, hér eru tvö sem gætu hentað:

Marques de Casa Concha Etiqueta Negra 2017.
Valle De Central, Chile (Concha y Toro framleiðir).
Gríðarlega opið í nefinu með slatta af sólberja, dökku súkkulaði og eikar tón. Bragðið er mjög kröftugt og finnst mikið af brómberjum, sólberjum, sedrus, eik, dökku súkkulaði og papriku og það er svolítið stammt og tannínríkt. Eftirbragðið er langt og með tölverð áfengis einkenni. Frábært vín, en má umhella ef tími gefst. Verðið er enn og aftur hlægilegt miðað við gæði eða 3.999 kr.

Duckhorn Merlot, 2016, Napa Valley, Kalifornía, U.S.A.
Nefið er frekar lokað ennþá og þarf smá tíma til að opna sig, en þegar það er búið að anda kemur mikið af plómu, vanillu og sedrus í lykt. Bragðið er mjög kröftugt með mikil sólberja, plómu, negul og reykjar einkenni. Eftirbragðið er langt og tannínríkt og skilur eftir góðan ávaxta keim í lokinn. Hreint stórkostlegt vín. Verðið er 6.867 kr.

Kalkúnn: Fuglinn er orðinn svo vinsæll á Íslandi að stundum líður mér eins og ég sé kominn aftur til Bandaríkjanna! Ég get ekki losnað við þennan fjandans fugl!! Svo í staðinn fyrir að hundsa fuglinn ákvað ég að finna vín sem hentar. Hér eru þrjú dýrindis vín sem eiga eftir að gera fuglinn enn betri.

Calera Pinot Noir 2015, Central Coast, Kalifornía, U.S.A.
Það er mjög opið í nefinu með kirsuberja, létt eikar og jarðvegs einkenni. Svo kemur sprenging í bragðinu, eik, ristað brauð, trufflur, ljóst súkkulaði, kaffi og kirsuber kemur allt í gegn! Eftirbragðið er mjög tannínríkt og situr vel og lengi í munni. EN ekki gleyma, þetta er Pinot Noir, ekki eitthvert skrímsli og þar af leiðandi silkimjúkt og fínlegt. Yfirleitt fjalla ég ekki um vín sem fæst bara í sérpöntun en verðið 4.519 kr., miðað við gæði er of gott til að sleppa. Til að fá astoð við kaupin er hægt að hafa samband við foroyabjor@foroyabjor.is eða gsm: 770 3434.

Ventisquero Grey Pinot Noir Single Block 2015
Aconcagua, Leyda, Chile. Ég reyni almennt að forðast Pinot Noir frá Suður Ameríku, yfirleitt geta þau verið svolítið sultukennd og vantar ferskleikann, þess vegna var gaman að smakka Pinot Noir sem minnti mig á gott Oregon Pinot Noir. Sem sagt góð jarðaberja, sveppa, eikar og sveitar einkenni. Eftirbragðið er tannínríkt og langt. Verðið er 3.282 kr..

Gott dæmi um góðan spánverja með kalkún er Siglo Crianza Edicion Oro frá Rioja á Spáni á 2.554 kr.. Létt, meðalþurrt vín og þægilegt með bragði af kirsuberjum, eik, kaffi og vanillu og sama má segja um lyktina. Eftirbragðið kemur skemmtilega á óvart og er langt og gott ristað brauðs bragð. Alveg tilvalið með fulginum í brúnni sósu og með brúnum kartöflum.

Hangikjöt og hamborgarhryggur: Í nær 30 ár hef ég sagt að lang besta vínið með söltuðu kjöti er ekki rauðvín heldur Alsace Pinot Gris eða Gewurztraminer. Og í nær 30 ár hefur fólk sagt við mig „já, flott, en hvaða rauðvín finnst þér henta best?“ O.k. ég gefst upp!! Í ár ætla ég að mæla með tveim rauðvínum sem mér finnst að gætu passað. Þegar ég valdi vínin, var mín hugsun að finna vín sem skilur eftir smá keim af sætri sultu, sem gæti vegið á móti saltinu. Hér eru þau:

Cocoon Zinfandel frá Lodi, Kalifornía U.S.A. 2017 árgangur.
Cocoon er dæmigert þungt vín með gríðarlega mikið af sólberjasultu, bláberjum, leðri og með mikil reykjar einkenni í nefinu. Þungt og bragðmikið vín sem hefur samt mjúkt tannín, mikið af svörtum berjum, og sultu bragð, jarðvegs einkenni koma mjúklega fram í bakgrunni og í eftirbragði. Verðið er 2.889 kr.

Eitt lýsandi dæmi um góð gæði miðað við verð er Vila Real Reserva 2016 . Þetta er bragðmikið vín með skógarberja, lakkrís, vanillu og kaffi í lykt og bragði. Vínið er meðal þurrt með mjúku tannín og sultukeim í lokin. Verðinu er 2.498 kr..
English:
Wine with holiday foods 2020:
This year I will be choosing a few different types of food that is popular during the holiday season and recommending some wines that I feel would fit the best. This is a fairly long list and I hope most people can find something that that they feel would fit with what they are having.
Shall we begin?

Beef Wellington and Beef tenderlion: Beef Wellington seems to be making a strong comeback this year so I put it and beef tenderlion together on this list as both have the same texture and amount of fat, the biggest difference is the butter pastry and mushrooms in Wellington. So what goes good with these meals? How about one of theses two??

Vina Ardanza 2010 Rioja, Spain
Despite being 10 years old already, the wine has a great freshness to it. The nose is full of cherry, coffee and toast, with a strong lyng, oak, cedar and coffee taste. The aftertaste lingers long in the mouth with a little bit of pepper and a slight oregano background. The tannin and fruit compliment each other and have a good balance. Though it´s ready to drink now, it should improve the next 4-5 years. The price is 4.699 kr.

Want something heavier? Try this.
Escorihuela, 1884 The presidents blend 2017
Mendoza, Argentína, 85% Malbec, 5% Syrah, 10% Cabernet Sauvignon.
The flagship of this great producer in Argentina. A massive wine a strong scent of black forest fruits, blueberries and vanilla. The taste has a black forest fruit, vanilla, nutmeg and alcohol flavor, with a slight cigar smoke background and a very ling aftertaste. This is a wine for lovers of heavy wine! Best to decant it if you have the time to get a little more maturity out of it. The price is 5.933 kr.

Leg if lamb: We have the best lamb in the world (at least in our humble opinion), and it a tradition to have a leg of lamb sometime during the holidays. Now a days you really don´t have to do much to it, most are pre seasoned and readyh to go into the oven. But with a good lamb you want a good heavy wine to go with it, here are two such wines.

Marques de Casa Concha Etiqueta Negra 2017.
Valle De Central, Chile (produced by Concha y Toro).
This is a wine that is very open in the nose, with forest fruits, blackberries and a oaky smell. The taste has a lot of blackberries, ceder wood, oak and dark chocolate with a touch of paprika. It is a dry wine with good tannins. The aftertaste is long with lots of alcohol in it. The price is laughable considering the quality at only 3.999 kr.

Duckhorn Merlot, 2016, Napa Valley, California, U.S.A.
The nose is still a little closed and needs time to breath, but when it opens up it has lots of plums, vanilla og ceder to it. The taste is powerful with lots of blackcurrant, plum, nutmeg og smoke in it. The aftertaste is really long with lots of tannin and leaves some good black fruit in the end. A truly terrific wine, the price is 6.867 kr..

Turkey: The dam bird is so popular, sometimes I feel like I am back in the states, you can´t get rid of the dam thing!! So instead of ignoring it, in the hopes of it going away I decided to find some wines that might actually make it taste good.

Calera Pinot Noir 2015, Central Coast, California, U.S.A.
A really open nose with cherries, slight oak and earth was followed by a great taste, consisting of oak, toast, truffles, milk chocolate, coffee and cherries. The aftertaste was long with great tannins. But remember, this is a Pinot Noir and even though the wine has a lot of taste doesn´t mean it´s a heavy metal monster. It is also quite intricate like a good Pinot Noir should be. I usually do not write about wines that are not easily accesible in the Á.T.V.R., but the price of 4.519 kr. is too good to ignore, contact by e-mail the importer foroyabjor@foroyabjor.is or gsm:7703434 and they can help you.

Ventisquero Grey Pinot Noir Single Block 2015 Aconcagua, Leyda, Chile.
I usually try to keep away from South American Pinot Noir, I feel they are jammy and lack freshness. But this one was more like a really good Oregon Pinot Noir with fresh strawberries, wild mushroom, slight oak and a slght farmyard quality to it. Long lasting in the aftertaste with lots of tannins. The price is 3.282 kr..

A good example of a spanish wine that would fit well is the Siglo Crianza Edicion Oro from Rioja. A lighter, fairly dry wine with soft cherries, slight oak, coffee and vanilla flavours in the nose and mouth. The aftertaste stays much longer than expected and has a slight toasted bread character. The price is 2.554 kr..

Hangikjöt (Salted leg of lamb) and hamborgarhryggur (salted pork):
For almost 30 years I have told people that the best wine with these two meats is actually a white Pinot Gris or Gewurztraminer from Alsace. And EVERY time they say „sounds great, but what red wine would suggest?“ O.K. This year I give up!! I am going to suggest a couple of reds that should fit best. I chose the wines because they have a slight jammy aftertaste that should balance out the salt but are not over the top, heavy tasting, (and not so expensive you would want to kill me if you are not happy with the choice). Here they are:

Cocoon Zinfandel frá Lodi, California U.S.A. 2017 vintage.
Cocoon is an example of a classic Zinfandel with lots of blackcurrant jam, blueberries, slight leather and oak in the nose. A tasty fairly heavy wine, that still has soft tannins, black fruit jam and a slight earthy taste, with a soft after taste. The price is 2.889 kr.

Vila Real Reserva 2016, Douro Portugal.
A good example of a price to quality ratio. This wine has a lot of blackcurrants, liquorice, vanilla and coffee on the nose and mouth. It has a medium dry soft tannin og jammy aftertaste. The price is 2.498 kr..