Framúrskarandi vín.

Taittinger Brut NV, Champagne, Frakkland.

Ég verð að viðurkenna, að þó mér hafi ekki verið boðið á kampavíns kvöld á VOX um daginn (enda sennilega ekki haft efni á því hvort eð er), fannst mér hugmyndin frábær.  Það veitir ekki af að fá sér smá „bubbly“ á þessum tíma ársins til að lyfta sér aðeins upp! Þetta eru erfiðir tímar, svo bætist við að það er komið skammdegi og vetur skammt undan! Svei mér þá, er ekki tilvalið að fá sér eitthvað sem fær okkur  til að brosa örlítið?

Fram að áramótum ætla ég að velja nokkur freyðandi vín til að fjalla um. Sum verða í ódýrari kantinum, önnur meðal dýr og eitt og eitt í dýrari kantinum. En eitt sem öll munu eiga sameiginlegt er að þau verða öll hverrar krónu virði og gott betur en það.  

Fyrsta vínið sem varð fyrir valinu varð að vera kampavín auðvitað!  Í þessu tilfelli er það kampavín í klassískum stíl, Taittingar Brut NV (ath. NV þýðir „non vintage“ enginn árgangur). Taittinger er mjög fínlegt vín með sítrus, græn epla og ger bragði og lykt. Sýran í víninu er létt og ekki of áberandi, gasið (ljótt orð fyrir bubbles) er mjög fínlegt og endist lengi.  Eftirbragðið endist lengi og er með mikinn  sítrus keim.  Alveg tilvalið vín til að lyfta sér og öðrum upp úr skammdeginu 2020. Verðið er meðal verð fyrir kampavín eða 6.389 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply