Vín mánaðarins október 2020.

Það er fátt sem gleður fólk nú til dags, meira að segja erfitt ár virðist ætla að fara fram úr sjálfu sér með leiðindum í lokin. En eitt sem er að gera erfiða tíma bærilega eru góðir vinir og samstarfsfólk. Ég er t.d. mjög lánsamur í báðu, einnig hafa þó nokkrir af mínu samstarfsfólki tengst mér sem góðir vinir líka.  Þeir sýndu það á afmælinu mínu um daginn þegar þeir gáfu mér svo góða gjöf að ég varð að gera það að víni  mánaðarins!!

Eins og sést á myndinni er þetta tilvalið með góðu nautakjöti!

Vínið sem varð fyrir valinu er vín, sem ég hef ekki séð í alltof langan tíma, ekki vegna þess að það var ekki til í ríkinu heldur vegna þess að þegar maður er sífellt að leita að einhverju nýju og spennandi gleymir maður stundum því sem er frábært og er beint fyrir frama nefið á manni. Í þessu tilfelli er það vín sem hefur í mörg ár verið að  mínu mati eitt albesta spænska Crianza vínið.

Pesquera Crianza 2017 frá Ribera del Duero er alls ekki ódýrasta Crianza á markaðnum eða 3.897 kr. enda er svona vín ekki framleitt til að vera ódýrt.  Svona vín er framleitt til að vera frábært núna og batna með tímanum þangað til það er stórkostlegt eftir 10 ár í geymslu að minnsta kosti. Eins og gerist oft með vín sem er búið til úr 100% tempranillo þrúgunni, á vínið það til að draga eikar einkennin svolítið mikið í sig. Í þessu tilfelli heppnast þetta fullkomlega. Vínið er með sterkan keim af kaffi, negul og eik í nefinu, og smá kirsuberja sulta finnst í lokin. Þetta er gríðarlega bragðmikið vín þar sem vanilla, bláberja sulta, kaffi, vanilla, tannín og ristað brauð eru mest áberandi. Eftirbragðið er þétt, langt og tannínríkt.  Næst þegar þú vilt gera vel við þig og þína og ert tilbúin að eyða aðeins meira, taktu þá þetta vín úr hillunni.  Og eins og sést á myndinni er þetta tilvalið með góðu nautakjöti!

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply