Beavertown bjór, hressandi og skemmtilegur bjór kominn í Á.T.V.R.

Ég gleymi aldrei þegar ég var í dómnefnd DV að blindsmakka og dæma jólabjór í denn. Það var mjög lærdómsríkt, Þó flóran af bjór þá hafi verið ágæt var það ekkert miðað við nú til dags.

Eitt sem var mjög athyglisvert var hvernig nokkrir litu niður á dósa bjór og einn sagði hreinlega, að dósa bjór væri mun lakari bjór en flösku bjór. Ég sem ólst upp í Bandaríkjunum fannst það svolítið fáránlegt að fullyrða svona en ákvað að tjá mig ekki.

En það verður að segja eins og er að það kítlar mig pínu að sjá svo marga af bestu „míkro“ bjór framleiðendum setja bjórinn sinn eingöngu í dósir nú til dags, enda finnst mér dósabjór ekkert lakari en flöskubjór, og gaman að sjá að flestir bjór framleiðendur eru sammála!

Nýlega fékk ég að smakka bjór frá Beavertown sem er ný lentur í ríkinu. Það var tvennt sem greip mig strax áður en ég smakkaði bjórinn sjálfan.  Það fyrsta var hversu skrautlega skreyttar dósirnar eru, myndirnar náðu til míns innri „nörd“ og heilluðu mig alveg. Svo komst ég að því að bjórframleiðandinn sjálfur er Logan Plant, sonur hins eina sanna Robert Plant, svo að ég sem er einn harðasti Led Zeppelin aðdáandi varð að gefa syni Roberts tækifæri á að sanna sig!!  En hvernig smakkast bjórinn? Eins og ég hef sagt, ég lít ekki á mig sem bjór sérfræðing, en ég hef gaman af að smakka eitthvað nýtt eins og allir aðrir, og ég verð að játa það að það eru nokkrir sem ég væri til í að drekka einstaka sinnum.

Hér eru lýsingar og mitt álit:

Beavertown Lupuloid  IPA er með góð og dæmigerð beisk einkenni, þurr (fyrir bjór), bragðmikill og með mikið sítrus bragð í lokin.  Hann er aðeins í dýrari kantinum enda í 6.7% alkóhól en nógu mjúkur að það finnast ekki alkóhóls einkenni. Verðið er 650 kr.

Beavertown Bloody´Ell Bloody orange IPA var uppáhaldið mitt í þessu smakki. Bragðmikill og beiskur en appelsínu bragðið kemur sterkt inn um leið og maður kyngir og skilur eftir vott af appelsínu í eftirbragðinu. Mjög ferskur og alls ekki of þungur IPA. Verðið er 570 kr.

Beavertown Neck oil IPA er án efa mýkstur af þeim sem er í boði enda minnsta alkólhól magnið í honum. Bjórinn er nánast feitlaginn og gefur gott mjúkt mais bragð, með léttum lime keim í lokin. Mjög svalandi bjór og minnir mig helst á léttan sumar IPA, auðvelt að drekka. Virkilega góður bjór sem ég get mælt með. Verðið er gott eða aðeins 470 kr.

Beavertown Gamma Ray American Pale Ale dósirnar minna mig á þegar ég var 10 ára, límdur við sjónvarpið á laugardögum að horfa á svart/hvítar geimvísinda-skrímsla B (og jafnvel C og D) myndir yfir hávetur í Minnesota þegar engin gat farið út!  Góðar minningar vægt til orða tekið!!  EN hvernig bragðast svo bjórinn? Bara fínn fannst mér, beiskjan er til staðar, sítrónur og humlar eru mest áberandi í bragði og líka í eftirbragðinu. Ég sé alveg fyrir mér að sitja og sötra þennan bjór í rólegheitum á meðan ég hlusta og Led Zeppelin spila Battle of Evermore og horfa á It came from outer space!  Verðið er 570 kr.

Þessi færsla var birt í Óflokkað og merkt sem , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply