Vín mánaðarins september 2020

Hægt og rólega erum við að sjá meira af hágæða Zinfandel á markaðnum aftur eftir allt of langa lægð. Ég er að tala um EKTA þungt og bragðmikið amerískt Zinfandel, en ekki þessa Zinfandel eftirlíkingu frá Italíu. En þegar úrvalið eykst umtalsvert verður oft erfiðara að finna gott vín þar sem gæði og verð fara saman. Eitt vín sem gerir það svo sannarlega er:

Cocoon Zinfandel frá Lodi, Kalifornía U.S.A.  2017 árgangur.

Cocoon er dæmigert þungt vín með gríðarlega mikið af sólberjasultu, bláberjum, leðri og með mikil reykjar einkenni í nefinu. Þungt og bragðmikið vín sem hefur samt mjúkt tannín, mikið af svörtum berjum, og sultu bragð, jarðvegs einkenni koma mjúklega fram í bakgrunni og í eftirbragði. Eftirbragðið er gott og þokkalega langt. Frábært vín með nautakjötsréttum eða gömlu góðu piparsteikinni. Verðið er 2.855 kr.

Athugið: Fyrir þá sem finnst ég vera að gera lítið úr ítölsku Zinfandel, þá er það rétt.  Ítölsk Zinfandel heita í raun Primitivo, vel gert Primitivo getur verið stórkostlegt, þess vegna finnst mér það pirrandi að sjá ítalska framleiðendur nota Zinfandel nafnið bara í von um að neytendur kaupi vínið og myndu ekki fatta að þetta er í raun Primitivo frá Ítalíu.     

Þessi færsla var birt undir Uncategorized. Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply