Vín mánaðarins nóvember 2021.

English

Það er kominn tími til að fjalla aðeins um eitt af uppáhalds svæðunum mínum, svæði sem mér finnst frekar vanmetið hér heima, ekki bara gæðanna vegna, heldur verðsins vegna. Það vín sem við fáum hingað til lands frá Washington fylki í Bandaríkjunum er með þeim bestu sem svæðið býður upp á, og Chateau Ste. Michelle er eitt af þeim.

Framleiðandinn hefur verið einn af brautryðjendunum á þessu svæði ásamt systur fyrirtæki sínu Columbia Crest og hefur sýnt aftur og aftur að gæðin miðað við verðið er vægt til orða tekið í háum gæðum.

Chateau Ste. Michelle Cabernet Sauvignon 2017, Columbia Valley, er ennþá frekar lokað í nefinu en það er ekki óalgengt í cabernet frá þessu svæði.  Það þarf að þyrla glasinu örlítið til að fá bláberja og svarta kirsuberja lykt. Bragðið byrjar svolítið þurrt og tannínríkt en svo kemur sterkt kaffi, sólberja, eikar, vanillu, pipar og papriku bragð. Eftirbragðið er frekar langt, ávaxtaríkt með góðan papriku keim í lokinn. Það má geyma þetta vín í 3-4 ár í viðbót en ég sé engan tilgang þegar þetta er svo gott núna. Tilvalið vín með lambinu um helgina og verðið er gríðarlega gott 3.491 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply