
Á næstunni verður fjallað um Ítalíu og ítölsk vín, en áður en byrjað verður á því er við hæfi að fjalla aðeins um ítölsk vínlög.
Ítölsk vínlög eru vægast sagt flókin og ósanngjörn. Þó að lögin væru upphaflega sett til að aðskilja bestu vínin á svæðunum frá venjulegum og ódýrum vínum, þá voru skilyrðin svo ströng að vínframleiðendur höfðu ekki svigrúm til að þróa og breyta vínum sínum til hins betra. Í Toskana voru vínframleiðendur mjög áhyggjufullir yfir þessum þröngsýna hugsunarhætti. Byrjuðu þá nokkrir framleiðendur að rækta vínþrúgur sem voru óhefðbundnar fyrir Íalíu, t.d. Cabernet Sauvignon og blanda þær með hefðbundnum Sangiovese.

Útkoman var talin stórkostleg en vegna þessara ströngu laga var vínið merkt í ódýrasta flokk “Vín da Tavola” eða borðvín. Fyrsta vínið var Sassicia, svo kom Tignanello og eftir það var ekki aftur snúið. Byrjuðu vínframleiðendur að blanda eins og þeim sýndist og hunsuðu lögin, og til að sýna fram á að vínið væri betra en lögin segðu til var þetta vín kallað “Super Tuscany” vín. Þó að lögin séu hægt og rólega að minnka kröfurnar ( t.d. er Sassicia búið að fá sitt eigið DOC ), þá eiga þeir ennþá langt í land. Hér fyrir neðan er stutt lýsing á hvaða lög eru í gildi núna, en best er að hafa í huga að vínframleiðendur skipta jafn miklu máli, einnig hefur veðurfar gríðarleg áhrif á árganga.
Vino da Tavola =Borðvín engar kröfur gerðar.
I.G.T. (Indicazone Geografica Tipica )= Nýtt, byrjaði 1992. Það þarf að standa á flöskunni, svæði t.d. Tuscany eða Sikiley, árgangar, hvar þetta er átappað og fl.
DOC = Svipað og A.C. í Frakklandi, þarf að standast kröfur um svæðin,hvaða vínþrúgur eru notaðar, hve marga hektólítra per hektara og svo framvegis.
DOCG = Eins og DOC en verður að fara í gegnum sérstaka smökkunar deild fyrir samþykki og koma frá sérstöku svæði t.d. Chianti Classico.