Vín mánaðarins September 2021.

English:

Eins og sagt er á góðri ensku „good things come to those who wait“ og þó það hafi tekið smá stund að skrifa um vín mánaðarins í September var það þess virði (að minnsta kosti fyrir mig). Hvernig er best að lýsa víni mánaðarins? Einfalt, algjört skrímsli! Þetta vín er frekar dýrt og þó það sé frábært núna, á það eftir að verða betra eftir 15 ár, já þú last rétt, 15 ár! Þetta vín ásamt Duckhorn Merlot og önnur hágæða bandarísk vín sýna enn og aftur að þau bestu geta þroskast og elst vel. Svo hvernig bragðast vínið?

Duckhorn Cabernet Sauvignon 2017 Napa Valley er rosalega líflegt í nefinu með mikið af ristuðu kaffi, hnetum, dökku súkkulaði og brómberja einkennum. Bragðið er mjög þungt með brómberjum, papriku, kaffi, ristuðu brauði, vanillu, cedrus og sultu, sem breytist hægt og rólega í sólberja sultu og alkóhól í löngu og sterku eftirbragði. Á meðan vínið er svona ungt er best að umhella því alla vega klukkutíma fyrir matinn og leyfa því að anda. Án efa er þetta steikarvín fyrst og fremst, frábært með tomahawk steik, ribeye, lambahrygg og fleiri bragðmiklum kjöt réttum. Ef þú hefur efni á því, endilega kauptu 6-12 flöskur af þessu víni til að geyma og drekka í rólegheitunum. Verðið er 8.317 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply