Sólin skín, fuglarnir syngja, logn og vor í lofti og bara núll gráður! Vorið er greinilega komið! Með það í huga ákvað ég að fjalla um tvö góð en mjög ólík vín frá sama vínframleiðanda frá Chile, eitt Sauvignon Blanc og eitt Merlot. Þeir sem þekkja mig eru sennilega ekki hissa á að ég er að fjalla um Merlot frá Chile, enda finnst mér Merlot þaðan almennt í háum gæðum. Aftur á móti heyrir það til undantekninga að ég fjalli um Sauvignon Blanc frá Chile