Vín með hátíðarmatnum 2022.

Ég hef verið svo rækilega skammaður fyrir að fjalla ekki um vín með hátíðarmatnum síðan 2020, að ég ákvað að best væri að drífa mig í þessu núna í ár!

Þegar kemur að hátíðarmat er ýmislegt í boði og margir með ákveðnar hefðir. Sumir vilja hafa hangikjöt á jóladag, aðrir vilja hamborgarhrygg, enn aðrir eru farnir að snúa sér að kalkún, og sumir eru komnir í vegan fæði alla leið.  Hér að neðan ætla ég að mæla með ákveðnum vín tegundum sem henta best (að mínu mati) með hverjum rétt.

Áður en við förum í „hefðbundna“ matinn skulum við aðeins kíkja á þann mat  sem er að verða vinsælli, til dæmis: Halda áfram að lesa

Birt í Uncategorized | Merkt , , , , , , , , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd

Vín mánaðarins desember 2022

English

Eigum við ekki að fara út með látum í ár og hafa síðasta vín mánaðarins í ár, dýrt og glæsilegt?

Þetta vín er glæsilegt á allan hátt, þungt, massívt, bragðmikið, drykkjarhæft núna en samt alveg hægt að geyma það í 10 ár í viðbót. Dýrt? JÁ! Peninganna virði? Já hverrar einustu krónu!

Hvaða vín varð fyrir valinu sem síðasta vín mánaðarins í ár?

Robert Mondavi Oakville Cabernet Sauvignon 2018 frá Napa Valley, Kaliforníu.

Ég fjallaði um endurreisn Mondavi vínanna fyrr á þessu ári, og þá var ég ekki einu sinni búinn að smakka þennan gullmola. Það gleður mitt litla hjarta svo mikið að sjá þetta fræga hús rísa aftur upp. Halda áfram að lesa

Birt í Vín mánaðarins | Merkt , , , , , , , , , | Færðu inn athugasemd