Ég hef verið svo rækilega skammaður fyrir að fjalla ekki um vín með hátíðarmatnum síðan 2020, að ég ákvað að best væri að drífa mig í þessu núna í ár!
Þegar kemur að hátíðarmat er ýmislegt í boði og margir með ákveðnar hefðir. Sumir vilja hafa hangikjöt á jóladag, aðrir vilja hamborgarhrygg, enn aðrir eru farnir að snúa sér að kalkún, og sumir eru komnir í vegan fæði alla leið. Hér að neðan ætla ég að mæla með ákveðnum vín tegundum sem henta best (að mínu mati) með hverjum rétt.
Áður en við förum í „hefðbundna“ matinn skulum við aðeins kíkja á þann mat sem er að verða vinsælli, til dæmis: Halda áfram að lesa