Rich Prosecco og Rich Prosecco Rosé

Dósa bjór frá örbrugghúsum er orðinn gríðarlega vinsæll erlendis, svo vinsæll að vín framleiðendur eru að fylgja eftir vinsældunum og búa til gæða vín og átappa á dósir. Mér persónulega finnst það góð hugmynd. Enda sennilega ekki verra og jafnvel betra vín en meirihlutinn af kassavíni að mínu mati.

Ein flottasta útgafan er ítalska freyðivínið (Prosecco) Rich. Dósirnar eru stílhreinar, flott hannaðar og líta vel út, en það sem skiptir máli er að vínin sjálf eru mjög góð og á mjög sanngjörnu verði. Verðið á stakri dós (200 ml) er 599 kr. á meðan flest prosecco og cava í sama magni er á 699 kr.

Rich Secco er þurrt með keim af grænum eplum, sítrus og pínu kex bragði. Einfalt þægilegt og gott. Frábært sem fordrykkur eða partý vín.

Vínsmakkarinn mælir með:

Rich Rose er með skemmilegan jarðaberja keim, og einnig smá rifsberja og lime. Eftirbragðið er ferskt og kítlar á leiðinni niður. Tilvalið í sumar hitanum.

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply