Magister Bibendi Garnacha Crianza 2016
Við kynnum með stolti fyrsta vín mánaðarins á nýrri vefsíðu Vínsmakkarans, Magister Bibendi Garnacha Crianza 2016!
Spænsk vín hafa alltaf verið gríðarlega vinsæl á Íslandi og engin furða, gæðin í heild eru stórkostleg miðað við verð og þetta vín er lýsandi dæmi um slíkt. Vínið er með sterkan angan af kirsuberjum, kaffi og vanillu í nefinu og með bragðið einkennist af kirsuberjum, kaffi, ristuðu brauði, vanillu og sterku kryddi. Eftirbragðið er langt og gott. Þetta smell passar með alls konar grilluðu lamba- og nautakjöti. Það má drekka þetta með bestu list núna eða geyma í 3-4 ár í viðbót. Verðinu er stillt í hóf eða aðeins 2.889 kr. Umboðsaðili er JP&B ehf.
