Ölverk, bjórinn Kölski

Ef þið eigið leið á suðurlandið þá mæli ég endilega með að kíkja á Ölverk í Hveragerði.  Þetta er veitingastaður og örbrugghús sem býður upp á eldbakaðar pitsur sem eru hreint frábærar á bragðið, og bjór sem er bruggaður á staðnum og fer beint á dælur hjá þeim.  Staðurinn er upplifun út af fyrir sig. Mest af bjórnum er bruggað á staðnum og skemmtilegt að sjá stóra teikningu á veggnum sem útskýrir hvernig bjórinn er bruggaður hjá þeim.  

Þó að sumt af þeirra bjór sé ekki fyrir mig er samt hægt að finna eitthvað fyrir alla. Uppáhaldið að undanförnu er bjór sem heitir Kölski.  Bjórinn er ferskur með keim af sítrus, engifer og einnig má finna smá bragð af stjörnu ávexti.  Eftirbragðið er meðal langt, ferskt með örlítilli beiskju. Góður bjór á 1.100 kr. (400 cl)  á dælu og hann passar mjög vel með pitsu með pepperoni og beikoni.

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply