Haris Nero D´Avola 2014

Haris Nero D´Avola 2014 frá Sikiley, Ítalíu er lýsindi dæmi um hvað vínframleiðendur frá Sikiley hafa komist langt í því að bæta gæði víns miðað við verð á frekar stuttum tíma. Nero D´Avola var í mörg ár ekkert sérstakt vín, framleitt sem ódýrt „heimilis“ vín fyrir bændur á eyjunni,  þar sem vægt til orða voru ekki gerðar miklar kröfur.  En tímarnir hafa breyst og vínin sem betur fer líka. Þó að vínin frá þessu svæði séu ennþá á viðráðanlegu verði, hafa gæðin aukist langt umfram verð hækkanir.

Haris hefur góðan keim af kirsuberjum, sveskjum og kryddi, og einnig má finna negul og jarðvegs bragð með gott, meðal langt eftirbragð. Frábært með grilluðu grísakjöti. Verðið er sanngjarnt eða aðeins 2.855 kr. umboðsaðili er UVA ehf.  

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply