Vín mánaðarins Ágúst 2019

Escorihuela, 1884 The presidents blend 2017

Mendoza, Argentína, 85% Malbec, 5% Syrah, 10% Cabernet Sauvignon.

Þetta vín er eitt af flaggskipunum frá þessum ágæta framleiðanda.  Þetta er massíft vín með sterkan keim af svörtum skógarberjum, bláberjum, vanillu, negul, áfengi, kaffi og smá tjöru. Vínið hittir vel í mark og er svo sannarlega fyrir þá sem elska þung vín.  

Það er frábært með öllum þungum kjöt réttum, en ég mæli með að umhella víninu til að gefa því aðeins meiri þroska.  Fyrir vínsafnara á þetta vín vel heima í safninu og verður best eftir 10 ár. Verðið er ekki ódýrt 4.375 kr. en alveg þess virði! Umboðsaðili er UVA ehf.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply