Domaine La Baume Pinot Noir Rosé 2018, Suður Frakkland.
Það er alltaf gaman að smakka ágætis rósavín. Flest þeirra gera kannski ekki miklar kröfur til manns en þau eru alltaf fersk og svalandi, og það á vel við um sumarnótt.
Þetta Pinot Noir rosé hefur góð elderflower, peru, og greipaldin einkenni og bragð. Ferskt á tunguna og með sæmilega langt eftirbragð. Verðið er sanngjarnt eða 2.199 kr., og fyrir rósavín aðdáendur er þetta tilvalið með ljósum fisk réttum eða sem svalandi kvöld drykkur. Umboðsaðili er Mekka.
