Vín mánaðarins júlí 2022

English:

Poggioargentiera Poggioraso Cabernet Franc 2018, Toskana, Ítalía.

Við ætlum að halda okkur við kröftugt vín í júlí en færa okkur yfir til Ítalíu, í hið heimsfræga Toskana hérað. Þó að Toskana sé best þekkt fyrir Chianti, Brunello og „Super Tuscan“ vínin, leynist inn á milli eitthvað aðeins öðruvísi. Þetta vín er eitt af sérstökum vínum frá þessu svæði, enda frekar sjaldgæft að sjá vín úr 100% Cabernet Franc og hvað þá 100% Cabernet Franc framleitt á Ítalíu!!

Poggioargentiera Poggioraso Cabernet Franc 2018, Toskana, Ítalía.

Vínið er frekar opið og gefur sterkan keim af eik, kaffi og svörtum kirsuberjum.  Bragðið er þurrt og tannínríkt með mikið af þroskuðum svörtum kirsuberjum, vanillu, kaffi og dökku súkkulaði fyrst og fremst. Svartur pipar og alkóhól svíður mest í bragðmiklu og löngu eftirbragði. Vínið má drekka núna en ég mæli með að umhella víninu fyrst og jafnvel leyfa því að anda í ca. klukkutíma.  Þetta er ekta  vín sem passar með kjöti og myndi henta með góðu nauti eða lambasteik. Verðið er 4.989 kr.

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply