Vín mánaðarins júní 2022.

English:

Þetta er í fyrsta skipti sem ég fjalla um vín sem ég er áður búin að skrifa um. En það er komin nýr árgangur af Marques de Casa Concha Etiqueta Negra frá Concha Y Toro (2018) og mér finnst vínið það gott og svo tilvalið með grillkjöti að mér fannst ég verða að velja það sem vín mánaðarins yfir aðal grill tímabilið! Er mikill munur á nýja 2018 og 2017 sem ég var búin að fjalla um? Nei, ekki svo en samt einhver.

Marques de Casa Concha Etiqueta Negra frá Concha Y Toro (2018), er mjög opið í nefinu, meira en ég bjóst við satt að segja. Það er áberandi lykt af papriku, eik, vanillu og alkóhóli. Bragðið er sterkt og alkóhóls ríkt til að byrja með, og svo kemur keimur af sólberjum, kaffi, vanillu og grænni papriku. Jafnvægið er gott en það má umhella víninu til að fá aðeins meiri þroska úr því. Eftirbragðið er mjög langt og ávaxtaríkt. Frábært vín núna en má geyma í þó nokkur ár. Ekta vín með grillmat, sérstaklega með nauti og lambi. Verðið er sanngjarnt nú til dags á 4.199 kr.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vín mánaðarins og merkt sem , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply