Thistly Cross Cider smakk

English

Þó það sé ekki mikið að gerast í páska bjór smakki fram að páskum (fyrir mig alla vega), þýðir það ekki að það sé ekki mikið að gerast í smakkinu almennt. Það er alltaf eitthvað nýtt að poppa upp eða eitthvað eldra og rótgróið að breytast og aðlagast nýjum markaði, m.a. er cider að ná nokkrum vinsældum. Eitt gott dæmi um miklar breytingar er cider markaðurinn, þó cider sé vissulega ekki nýtt af nálinni er núna verið að aðlaga það nútíma kröfum, fyrir nútíma fólk. Gott dæmi er Thistly Cross cider, hér fyrir neðan er fjallað örlítið um tvö mjög ólík cider frá þeim sem fást hérna heima.

Thistly Cross Real Strawberry cider er vel unnið „small batch“ cider. Þetta er búið til úr handtíndum jarðaberjum, með löngum gerjunartíma og svo látið þroskast lengi áður en því er átappað, og þetta gefur cidernum gríðarlega mikil jarðaberja einkenni. Þó epla bragðið sé vissulega til staðar, er jarðaberja keimurinn svo sterkur að þú finnur varla fyrir því. Eins og flest cider er þetta best ískalt og á klaka. Grænmetisætur og vegan fólk getur drukkið þetta með góðri samvisku. Verðið er 475 kr. fyrir 33 cl. flösku.

Thistly Cross Cider Whisky Cask er að mínu mati með betri cider sem ég hef smakkað og kom virkilega á óvart. Það er sett í Glen Moray eikar tunnur, ciderinn er með skemmtilega blöndu af hunangi, eplum og vanillu bragði. Vel gert og vel unnið og það gæti verið aðeins mismunandi keimur á milli flaskna vegna mismunandi eiginleika allra þeirra tunna sem eru notaðar.  Gott að breyta til frá bjórnum í byrjun kvöldsins og fá sér eitt whisky cask cider til að hita upp. Enn og aftur er óhætt fyrir vegan og grænmetisætur að fá sér svona. Verðið er 583 kr. 33. Cl. flösku.

Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply