Argentína

Í gegnum árin hef ég haldið ótal mörg vín námskeið og það er eitt sem ég er búin að læra,  almenningur hefur engan áhuga á að lesa né hlusta á okkur tala mjög ítarlega um vín. Fólk nennir ekki að hlusta á tal um helsta muninn á milli mismunandi jarðvegs, hversu mikil sól skín á suður eða norður hlíðar, eða hvernig og hversu mikið ný eik er notuð og hvaðan hún kemur. Fólk vill fá að vita hvaða svæði er best, hvaða vínþrúga er best á því svæði, hvernig löggjöfin er (ef það er löggjöf) á svæðinu til að skilja mismunandi gæði vínsins og hvaða vín hentar best með þeim mat sem þau eru að borða.

Í gegnum árin hef ég haldið ótal mörg vín námskeið og það er eitt sem ég er búin að læra,  almenningur hefur engan áhuga á að lesa né hlusta á okkur tala mjög ítarlega um vín. Fólk nennir ekki að hlusta á tal um helsta muninn á milli mismunandi jarðvegs, hversu mikil sól skín á suður eða norður hlíðar, eða hvernig og hversu mikið ný eik er notuð og hvaðan hún kemur. Fólk vill fá að vita hvaða svæði er best, hvaða vínþrúga er best á því svæði, hvernig löggjöfin er (ef það er löggjöf) á svæðinu til að skilja mismunandi gæði vínsins og hvaða vín hentar best með þeim mat sem þau eru að borða.

Með það í huga ákvað ég að dusta rykið og uppfæra nokkrar gamlar greinar um vínsvæði og lönd sem ég hef skrifað í gegnum árin, og hægt og rólega bæta við það sem vantar. Þetta verður auðlesið efni og ég sleppi hlutum sem mér finnst fólk ekki hafa áhuga á að lesa almennt. Myndir þú verða vínsérfræðingur eftir lesturinn? Nei, en vonandi finnst fólki þau hafa lært örlítið meira um hluti sem þau hafa gaman af. Við skulum byrja á landi sem er mjög vinsælt á Íslandi og er frekar einfalt að skilja: Argentína.   

Argentína er eitt af helstu vínræktar löndum í Suður Ameríku ásamt Chile. Það er samt mikill munur á löndunum tveim. Stærsti munurinn er að vínbændur í Chile eru búnir að finna bestu vínræktar svæðin og vínþrúgur sem henta best fyrir hvert svæði. Einnig eru þeir búnir að finna bestu framleiðslu aðferðirnar, á meðan það ríkir ennþá örlítil óvissa í argentínskri vínræktun. Vandamálið hefur ekki verið það að vínframleiðendur kunni ekki sitt fag, heldur það að menn hafa verið sáttir við að selja ódýrt vín, sem er auðvelt að búa til, fyrir heimamarkaðinn. Það má líka segja að efnahagslíf Argentínu hefur ekki hjálpað heldur. Enginn efast um að ræktunar skilyrði eru góð í Argentínu og það má segja að undanfarin 15 ár hefur vín þaðan tekið stóran kipp varðandi  gæði, sérstaklega miðað við verð, og má algjörlega segja að hægt sé að gera virkilega góð kaup á argentínskum vínum í dag. En Argentína er ekki bara að framleiða ódýr vín, þar er einnig hægt að fá bragðmikil, hágæða vín. Hér fyrir neðan er lýsing á vínsvæðum og vínþrúgum sem eru notaðar í Argentínu og einnig mælt með mat sem passar með.

VÍNSVÆÐI:

Catamarca: Lítið svæði, mest af framleiðslunni er notað í brandí.

La Rioja: Gríðarlega heitt svæði, vínin eru oft há í alkóhóli og lág í sýru.

Mendoza: Aðal svæðið í Argentínu, 2/3 af allri vínrækt fer fram hér og flestir stóru framleiðendurnir eru staðsettir hér. Það er sagt að ekkert svæði í heiminum hafi betri ræktunar skilyrði fyrir Malbec vínþrúguna.

Rio Negro: Þetta svæði er í raun og veru talið með þeim betri í Argentínu, það er syðst í Argentínu og þar eru framleidd hágæða vín úr Malbec og Sauvignon Blanc þrúgunni. Það bíða allir spenntir eftir því að sjá hvort svæðið verði ræktað meira á næstunni.

Salta: Minna en 1% af vínræktun fer fram á þessu svæði.

San Juan: Mikið af vínframleiðslunni héðan er selt sem þykkni.

HVÍTVÍNSBER

Chardonnay

Einkenni:     Lykt og bragð:Epli,smjör, suðrænir ávextir t.d. ananas,perur og bananar, ristað- brauð (þegar mikil eik er notuð). Meðal þungt til þungt vín.

Matur:         Pasta m/sjávarrétta sósu, fiskipaté, laxapaté, kjúklinga salat, sjávarrétta salat, krabbakjöt,  grilluð lúða, soðin lúða, humar, skötuselur, ostrur, lax.

Sauvignon Blanc:

Einkenni:       Lykt og bragð:Gras, stöngulber, sítróna, krydd, kattahland(dagsatt!), þurrt vín.

Matur:           Krabbakjöt, rauðspretta, lauksúpa, grænmetis lasagne, salat, pasta með túnfisk og tómötum, sesar salat, ceviche, bakaður þorskur.

RAUÐVÍNS BER

Cabernet Sauvignon:

Einkenni:        Lykt og bragð: mikið sólberjabragð, krydd, jurtir, tannínsýra og sedrusviður(cedar) oftast þungt og þurrt vín.

Matur:            Beef Wellington, lasagna, nauta barbeque, roast beef, carpaccio, fillet mignon, ravioli, pizzur.

Merlot:         

Einkenni:        Lykt og bragð: mikið ávaxta og berja bragð, t.d. plómu, stundum eikar- og sveppabragð. Oftast meðal þungt og þurrt vín. Merlot berin eru oft notuð til að mýkja Cabernet Sauvignon.

Matur:           Grillað nautakjöt, fillet mignon, buff tartar, gæsa kjöt, kalkúnn, dúfa.

Shiraz/Syrah

Einkenni:       Lykt og bragð:pipar, sólber, tannín og krydd, þungt og þurrt vín.

Matur:           Mexíkanskur, indverskur, cajun, villibráð, nauta gúllas, chilli, grillað lamb.

Tempranillo:

Einkenni:       Ber sem hafa lítil einkenni í sjálfu sér, helst krydd og jarðaber, en draga í sig bragð og lykt úr eikartunnunum sem eru notaðar við framleiðsluna, meðal þungt og þurrt vín.

Matur:             Kálfa lifur, kálfa kjöt, lamba casarole, dúfa.

Malbec:

Einkenni:        Lykt og bragð: mikið af svörtum ávöxtum t.d. sólber og brómber, einnig súkkulaði, “stál” og pipar, yfirleitt mjög þungt vín.

Matur:             Bestu vínin passa vel með nautakjöti og lambakjöti.

Þessi færsla var birt í Uncategorized, Vínfræði, Vínkennsla og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply