Tvö framúrskarandi vín:

English:

Þrátt fyrir litla Ísland og ríkis einokun á vínsölu, þá er bara nokkuð gott úrval á Íslandi af gæða vínum.  Ég sem fjalla um vín er sífellt að finna algjöra gullmola hvort sem það er í Á.T.V.R. eða hjá einhverjum minni aðilum sem bjóða mér að smakka vínið sitt áður en það kemur í ríkið.

Tvö af þeim eru framúrskarandi vín, og ég ákvað að setja þau saman í umfjöllun, einfaldlega vegna þess að ég gat ekki valið á milli þeirra! Þó þau séu bæði spánverjar eru þau samt frekar ólík, jú bæði eru meirihluti Tempranillo og koma frá Rioja en samt eru þau framleidd hvort á sinn hátt.

Við skulum byrja á Capitán Fanegas La Unión 2019, sem kemur frá litlu svæði í Rioja. Vínið er bland af 85% Tempranillo og 15% Graciano. Vínið er mjög ungt ennþá og þarf að anda í smá tíma áður en það er drukkið, en þegar það opnar sig kemur rosalega góður angan af svartri kirsuberjasulta, rifsberjum og eikar tónum. Bragðið er meðal þungt og er svört kirsuberjasulta aftur mjög áberandi, svo koma villisveppir, vanilla, vöfflu sýróp og ristað brauð. Jafnvægið á milli tanníns og ávaxta er mjög gott og vínið á eftir að þroskast mikið á næstu 4 árum. Það besta við að bæta Graciano í Tempranillo er að Graciano bætir örlítilli þyngd í bragðið sem kemur mjög vel fram í eftirbragðinu. Tilvalið vín með lambakjöti finnst mér, og ég sé alveg fyrir mér að fá mér flösku með lambalæri. Verðið er sanngjarnt á 5.990 kr.

Næst er Marques D Arviza Selecion Especial 2016, sem er hefðbundnara Rioja vín. Það kemur frá næst elsta vínframleiðanda í Rioja, og ég verð að segja að það kemur mér á óvart að miðað við hversu sólgnir íslendingar eru í allt sem kemur frá Rioja, af hverju höfum við ekki séð þetta vín fyrr á markaðinum?? Vínið er 100% Tempranillo og geymt í franskri eik sem gerir vínið talsvert mýkra að mínu mati en gengur og gerist með Rioja vín (flestir Rioja framleiðendur nota ameríska eik sem er talsvert hrárri en frönsk). Lyktin er opin og þægileg með rifsberjum og örlitlum kaffi ilm. Bragðið er silkimjúkt og gott með mikið af kirsuberjum, kaffi og ristuð hnetu einkenni. Þó tannín sé til staðar er það ekki of áberandi. Eftirbragðið er frekar langt með smá alkóhól einkenni en engu að síður mjög gott. Verðið er sanngjarnt á 5.990 kr. og vínið á eftir að henta mjög vel með grill kjöti í sumar.

Þessi færsla var birt í Nýlega smakkað, Uncategorized, Vínsmakkarinn mælir með og merkt sem , , , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply