Bubbly

English

Það kom mér í opna skjöldu  að þegar ég ætlaði að hvíla bubbly umfjöllun í smá tíma, hversu margir höfðu samband við mig og báðu mig um að halda umfjöllunum áfram. Eins og einn aðili sagði, „það hafa ekki allir efni á að fara á VOX í kampavíns smakk, þú gefur okkur fólki tækifæri á að smakka dýrari og ódýrari en samt skemmtileg freyðandi vín“. Ég neita því ekki að það gladdi mig að vita að fólk hafði gaman af að fylgjast með.

Með það í huga hef ég ákveðið að halda áfram með bubbly smakk, og meðal annars að reyna að finna eitthvað gott, jafnvel öðruvísi vín en ávallt peninganna virði, hvort sem það er freyðivín, kampavín eða önnur freyðandi vín.  Fyrst og fremst verður þetta að vera peninganna virði. Hafandi sagt þetta, eigum við ekki að fjalla um næsta bubbly??

Og í þetta skipti fann ég gullmola sem er ekki ennþá kominn í sölu í Á.T.V.R., en það styttist í það! Það fer ekki milli mála að við erum með frábært kampavíns úrval á Íslandi, Bollinger, Laurent Perrier, Drappier og Pol Roger eru bara nokkur sem hægt er að tala um. Þess vegna þarf kampavínið að vera svo áhugavert að ég sé tilbúin að fjalla um það þó það sé ekki einu sinni komið í ríkið ennþá! Champagne Baron De Rothschild er nákvæmlega svona kampavín!! Þú veist að þegar helstu nöfnin í Bordeaux para sig saman til að búa til kampavín, þá verður það eitthvað svakalegt. Champagne Baron De Rothschild er nákvæmlega það og gott betur.

Ég smakkaði Brut og Extra Brut en í dag ætla ég að fjalla um Brut (60% Chardonnay, 40% Pinot Noir). Það er án efa vinsælasta týpa af kampavíni á Íslandi og þrátt fyrir þurrleikan getur það verið silkimjúkt. Þetta vín freyðir vel og lengi með loftbólur á stærð við títiprjónshausa, þó bólurnar eigi að haldast lengi, kom það mér á óvart hversu lengi það hélt áfram að freyða. Ger, kex, perur, hnetur og sítrus eru mest áberandi í lykt og bragði. Eftirbragðið var langt og sýruríkt og kitlaði allann tímann. Vægt til orða tekið frábært vín. Þó þetta fáist ekki ennþá í Á.T.V.R. er hægt að nálgast meiri upplýsingar hjá umboðsaðila UVA ehf. á e-mail barddal@simnet.is Ég hef heyrt að verðið verði ca. 8.000 kr. og er það algjörlega peninganna virði.

Þessi færsla var birt í Uncategorized og merkt sem , , , , , , . Bókamerkja beinan tengil.

Leave a Reply